Trine Dyrholm heiðursgestur RIFF verður viðstödd frumsýningu á Margréti fyrstu

Margrét fyrsta (MARGRETE DEN FØRSTE)  er  lokamynd  Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í í Reykjavík- RIFF í ár en hátíðin verður haldin  í átjánda sinn þann 30. sept n.k. og stendur til 10. okt.

Hin þekkta danska leikkona, Trine Dyrholm leikur aðalhlutverkið í myndinni,  og verður hún heiðursgestur RIFF af því tilefni. Trine er auk þess formaður dómnefndar í Vitranaflokki  RIFF þar sem 9 myndir ungra kvikmyndaleikstjóra keppa um Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar.

 ,,Það er mikill heiður að fá Trine til landsins til að taka þátt í hátíðinni en hún er  tvímælalaust ein hæfileikaríkasta  og virtasta leikkona Norðurlanda í dag og þótt víðar væri leitað enda margverðlaunuð fyrir frammistöðu sýna. ,,Það verður gaman að kynna hana fyrir bransanum hér og íslenskum áhorfendum.’’ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og bætir við að henni til heiðurs verði auk þess sýnd myndin Drottningin frá 2019 með Trine í aðalhlutverki en hún hlaut t.d. aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Gautaborg fyrir þá mynd. Trine mun spjalla við áhorfendur í Bíó Paradís af því tilefni.

Stórmyndin Margrét fyrsta er samstarfsverkefni allra Norðurlandanna og  er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið á Norðurlöndunum. Myndin var frumsýnd sl. miðvikudag við frábærar viðtökur í Kaupmannahöfn og voru meðframleiðendi myndarinnar Kristinn Þórðarson hjá True North og leikkonurnar Tinna Hrafnsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir viðstödd frumsýninguna en báðar leika þær veigamikil hlutverk í myndinni.

Með Trine í dómnefnd í ár sitja Gísli Örn Garðarsson leikari, leikstjóri og framleiðandi, Aníta Briem leikkona, Gagga Jónsdótttir, leikstjóri og handritshöfundur og Yorgos Krassakopoulos dagskrárstjóri hinnar virtu Þessalónikuhátíðar á Grikklandi.

Nánar um myndina

Myndin fjallar um Margréti drottningu sem tileinkaði líf sitt gerð Kalmarsáttmálans en sá sáttmáli var upphafið að Skandinavíu eins og við þekkjum hana í dag og þess bræðralags sem þar ríkir. Margrét drottning ræður Svíþjóð, Noregi og Danmörku í gegnum ættleiddan son sinn, Erik. Samsæri setur Margréti í úlfakreppu sem gæti eyðilagt ævistarf hennar, Kalmarsambandið.

Myndin er sannkallað ofurkonu framlag til kvikmyndagerðar því hún er um eina áhrifamestu konu í sögu Norðurlanndanna sem var á undan sinni samtíð og er leikstýrt af Charlotte Sieling einni fremstu leikstýru Norðurlannda í dag en áður leikstýrði hún meðal annars: The Bridge, The Killing og Homeland. Aldrei áður hefur verið framleidd mynd af þessari stærðargráðu á Norðurlöndunum.

Tine hefur áður hlotið um 27 verðlaun og 26 tilnefningar fyrir besta leikframmistöðu bæði í aðal- og aukahlutverki.

Hægt er að tryggja sér passa eða klippikort á hátíðina hér.

Miðasala hefst þriðjudaginn 21. september.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email