Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sundbíó/ Swim-in Cinema/ Life of Pi

ágúst 25, 2023 @ 19:00 - 23:00

Þér er boðið á stærsta sundbíóviðburð RIFF hingað til! Myndin Life of Pi verður sýnd á 100 fermetra skjá sem er sá stærsti sem settur hefur verið upp utandyra á Íslandi.

Í tilefni af 20 ára afmæli RIFF verður sundbíóið stærra en nokkru sinni fyrr þegar stúkan í Laugardalslaug verður opnuð almenningi í fyrsta sinn í áraraðir. Sundlaugarsvæðinu verður breytt í hátíðarsvæði þar sem matur, lifandi tónlist og kvikmyndasýning mynda óviðjafnanlega upplifun. 

Á skjánum verður verðlaunamyndin Life of Pi frá 2012. Myndin var tilnefnd til 11 óskarsverðlauna á sínum tíma og vann fjögur. Life of Pi er byggð á metsölubók Yann Martel og er töfrandi ævintýrasaga um ótrúlegt lífshlaup drengs á Indlandi. Myndin gerist að miklu leyti á litlum báti úti á hafi sem gerir hana kjörna fyrir sundbíó RIFF.

Allt sundlaugarsvæðið umhverfis stóru laugina verður opið gestum viðburðarins og verður iðandi af lífi! Þar munu gestir geta rölt um svæðið, verslað sér sælgæti og RIFF varning, keypt mat frá matarvögnum, legið á legubekkjum og slakað á í heitu pottunum á meðan þeir horfa á bíó.

Í sundlauginni sjálfri verða árabátar, ekki ósvipaðir þeim sem birtast í myndinni, sem fólki er frjálst að sitja í og horfa á myndina. Áður en myndin hefst munu hljóðfæraleikarar spila tónlist á bakkanum og dansarar dansa um í stúkunni. Svæðið verður lýst upp af Luxor á glæsilegan hátt svo úr verður sannkölluð töfraveröld.

Húsið opnar kl. 19:00 og fram koma Dísa Jakobs, Teitur Jakobs og Björgvin Gíslason – Life of Pi hefst kl. 20:00!

Ævintýrið hefst 25. ágúst kl. 19:00. Miðasala er hafin. Ekki missa af einstökum bíó- og sundlaugaviðburði, aðeins í þetta eina skipti!

Við opnum svæðið kl.18:00

In celebration of the 20th anniversary of RIFF, our annual Swim-in Cinema event will be bigger than ever! We invite you to join us for a unique, one-night-only swimming pool cinema event, where we‘ll show the Oscar award winning film Life of Pi on a huge 100 square metre screen.

The night‘s feature film, Life of Pi, came out in 2012 and was nominated for 11 Oscars, winning 4. Life of Pi is based on Yann Martel‘s best-selling book about a young Indian boy‘s adventurous journey. It takes place largely out at open sea, making it ideal for a swim-in event!

The entire pool area surrounding Laugardalslaug will be open to event guests and will be buzzing with life! There, guests will be able to stroll around, buy sweets and RIFF merchandise, food from food trucks, lounge on beach chairs and relax in the hot tubs while watching the movie.

In the pool itself, there will be rowboats, not unlike those that appear in the film, which people are free to sit in and watch the film. Before the movie starts, musicians will play music on the pool bank and dancers will dance around in the stands. The area will be illuminated by Luxor in an elegant way, so it will become a truly magical world.

The swimming pool opens at 19:00 and the event starts with musical guests. Dísa Jakobs, Teitur Jakobs and Björgvin Gíslason will entertain the guests, the movie starts at 20:00.

The adventure starts on August 25th at 19:00. Ticket sales have started. Don’t miss out on this unique swim-in cinema, only for this one time!

The doors open at 18:00.

Details

Date:
ágúst 25, 2023
Time:
19:00 - 23:00
Event Category:

Organizer

Reykjavík International Film Festival
Phone
561 8337
Email
midasala@riff.is
View Organizer Website

Venue

Laugardalslaug
Sundlaugavegur 105
Reykjavík, 105 Iceland
+ Google Map