Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.

Fré­déric Boyer fer fyr­ir dag­skrár­nefnd RIFF

Hinn þekkti dag­skrár­stjóri Fré­déric Boyer fer fyr­ir dag­skrár­nefnd RIFF í ár og ber ábyrgð á keppn­is­flokkn­um Vitr­un­um. Flokk­ur­inn er til­einkaður nýj­um leik­stjór­um sem skara fram úr m.a. fyr­ir að nota nýj­ar leiðir til miðlun­ar.

Nefnd­in er ein burðarstoða RIFF og í henni sitja auk Boyer, Hrönn Marinós­dótt­ir, Guðrún Helga Jón­as­dótt­ir, Ana Ca­tala og Gi­orgio Gosetti.

Það viðamikla verk­efni bíður nú nefnd­armeðlima að velja úr þeim fjöl­mörgu kvik­mynd­um sem hafa borist á hátíðina en um­sókn­ar­frest­ur er til og með 15. júlí næst­kom­andi.

„Í kvik­mynd­um gefst ein­stakt tæki­færi til að varpa ljósi á marg­vís­leg bar­áttu­mál í sam­fé­lag­inu líkt og t.d. hreyf­ing­ar á borð við #met­oo og Black Li­ves Matter. Þemað næg­ir þó ekki eitt og sér held­ur skipt­ir mestu máli að mynd­in sé góð og að efni henn­ar geti orðið kveikj­an að áhuga­verðum sam­ræðum. Pall­borðsum­ræður og þetta lif­andi sam­fé­lag í kring­um kvik­mynd­irn­ar er það sem mér finnst áhuga­verðast í þessu starfi,” seg­ir Fré­déric.

Fré­déric hóf fer­il sinn á víd­eó­leigu í Par­ís og og er í dag list­rænn stjórn­andi Tri­beca kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í New York og Les Arcs Europe­an Film Festi­val sem eru meðal þekkt­ustu kvik­mynda­hátíða heims. Hann hef­ur einnig verið aðal dag­skrár­stjóri Directors’ Fortnig­ht hluta kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í Cann­es.

„Það gleður mig mjög að vinna á RIFF og auka hróður hátíðar­inn­ar enn meira. Hátíð sem þessi er mjög mik­il­væg land­kynn­ing og um leið frá­bær vett­vang­ur fyr­ir ís­lenskt kvik­mynda­gerðarfólk til að kynn­ast er­lend­um koll­eg­um,“ seg­ir Fré­déric.

Alþjóðleg kvik­mynda­hátíð í Reykja­vík, RIFF, fer fram dag­ana 24. sept­em­ber til 4. októ­ber. Hátíðin hlýt­ur í ár svo­kallaðan Creati­ve Europe – Media styrk Evr­ópu­sam­bands­ins sem er veitt­ur framúrsk­ar­andi kvik­mynda­hátíðum í Evr­ópu og nem­ur nærri átta millj­ón­um króna. Einnig er hátíðin stofnmeðlim­ur Europa film festi­vals, nýrra, evr­ópskra hags­muna­sam­taka kvik­mynda­hátíða.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email