Homage To Dimitri Eipides

Annar sérstakur dagskrárflokkur er tileinkaður félaga sem hvarf á braut á árinu, Dimitri Eipides, dagskrárstjóri RIFF á árunum 2005-2010. Á þessum upphafsárum hátíðarinnar hafði Dimitri mótandi þátt á stefnuna og setti á stokk meginkeppnisflokk hátíðarinnar, Vitranir, þar sem verk upprennandi kvikmyndagerðarfólks eru í fyrirrúmi.

Á löngum ferli kom Dimitri víða við sem dagskrárstjóri og stjórnandi kvikmyndahátíða en hann starfaði um árabil við kvikmyndahátíðina í Þessalóníku á Grikklandi og kvikmyndahátíðina í Toronto, svo eitthvað sé nefnt. RIFF sýnir nokkrar af eftirlætismyndum Dimitris á hátíðinni.

Í dag 6. október er sýnt gríska meistaraverkið Dogtooth (2010) eftir leikstjórann Yorgos Lanthimos (The LobsterThe Favourite). Á undan sýningunni fer Yorgos Krassakopolous, núverandi dagskrárstjóri alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku og samstarfsmaður Dimitris, með stuttan ingang.
Dogtooth er sýnd aftur á laugardag kl 21.10 en einnig eru sýndar Taxidermia kl. 18 og Kinbaku – The Art of Bondage kl. 21.45 þann dag.