Iceland Hotel Collection by Berjaya verður einn af bakhjörlum RIFF

Nýlega var skrifað undir samstarfsamning þess efnis að hótelfélagið Iceland Hotel Collection by Berjaya verður verður einn af helstu bakhjörlum RIFF en hátíðin verður sett í tuttugusta sinn þann 28. september og stendur til 08. október n.k.  RIFF var fyrir skömmu valin ein af tuttugustu mikilvægustu hátíðum í heimi að mati tímaritsins Moviemaker en árlega sækja hunduðir erlendra gesta hátíðina allsstaðar að úr heiminum en RIFF er ein fjölsóttasta hátíð landsins.

Að þessu sinni verða helstu samstarfsaðilar innan félagins, Iceland Parliament hótelið við Austurvöll, og innan Berjaya Iceland Hotels keðjunnar; Reykjavik Natura og Reykjavík Marina við gömlu höfnina í Reykjavík þar sem Slippbíó og Slippbarinn er til húsa. Hótelfélagið hefur undanfarin ár stutt við RIFF með myndarlegum hætti en nú er um sannkallaða stórafmælis útgáfu að ræða.

„Við höfum átt í farsælu samstarfi við RIFF í gegnum árin og teljum mikilvægt  að leggja okkar af mörkum þegar kemur að alþjóðlegum viðburðum í íslensku samfélagi,” segir Arndís Anna Reynisdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Iceland Hotel Collection by Berjaya.  „Það bæði styrkir menningarlíf Íslendinga og gerir Ísland að sterkari áfangastað fyrir ferðamenn,“ segir hún.

„Samstarf við þessi vönduðu og vinsælu hótel styrkja stöðu RIFF verulega,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. „Við hjá RIFF erum afar þakklát og teljum það mikinn heiður að okkar fjölmörgu erlendu gestir sem hingað koma til að kynna kvikmyndir sínar eða taka þátt í Bransadögum RIFF gisti á hágæða hótelum eins og Iceland Parliament hótelinu og Reykjavík Marina auk þess sem Slippbarinn verður einn af helstu samkomustöðum hátíðarinnar,“ segir hún að lokum.

 

Byggir á samfélagslegri ábyrgð

 

Samstarfið er liður í stefnu Iceland Hotel Collection um samfélagslega ábyrgð þar sem stutt er við

Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og Arndís Anna Reynisdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Iceland Hotel Collection by Berjaya
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og Arndís Anna Reynisdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Iceland Hotel Collection by Berjaya

menningartengda viðburði sem beint og óbeint stuðla að kynningu á áfangastaðnum Íslandi og menningu landsins.

Markmið RIFF er að kynna sjálfstæða kvikmyndagerð en RIFF er ekki síður mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að kynna verk sín fyrir umheiminum. Fjöldi erlendra blaðamanna og bransafólks sækir hátíðina ár hvert og áhugi þeirra á því að kynna sér íslenskar kvikmyndir leynir sér ekki.

Helstu samstarfsaðilar RIFF innan Iceland Hotel Collection eru Iceland Parliament hótelið við Austurvöll auk tveggja hótela innan Berjaya Iceland Hotels keðjunnar Reykjavik Natura og Reykjavík Marina, að ógleymdum Slippbarnum sem verður einnig sýningarstaður á kvikmyndahátíðinni.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email