Kvikmyndahátíðirnar TIFF og RIFF í samstarf

Kvikmyndir úr Norðinu: Erótísk þögul kvikmynd með raftónlist og

margverðlaunuð kvikmynd „Leyfði ánni að steyma“

 

Erótísk þögul kvikmynd með lifandi flutningi þekktrar norskrar raftónlistarkonu er einn af hápunktum RIFF í ár.  Viðburðurinn er hluti af samstarfi RIFF – Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og Kvikmyndahátíðarinnar í Tromsø (TIFF).

Þá verður jafnframt sýnt í samstarfi við norsku vinahátíðina TIFF, margverðlaunuð kvikmynd „Let the River Flow“ (Leyfði ánni að streyma) sem fjallar um stöðu Sama og yfirgang norskra stjórnvalda á heimasvæði þeirra.

Í þriðja lagi verður sýnt úrval stuttmynda frá  norðurskautslöndum m.a. Frá Kanada, Grænlandi og Noregi. Stuttmyndaflokkurinn verður jafnframt sýndur í Hörpu á Hringborði Norðurslóða síðar í mánuðinum.

 

Charlotte Bendiks hefur áður haldið tónleikana í Noregi.
Charlotte Bendiks hefur áður haldið tónleikana í Noregi.

Raftónlistar konan Charlotte Bendiks hefur slegið í gegn á alþjóðlegum vettvangi og er vel þekkt í norskri neðarjarðartónlist.

Tónleikarnir verða þann 5. Október klukkan 21:30 í Háskólabíó þar sem danska kvikmyndin Hyldýpið (Afgrunden // The Abyss) frá 1910 verður sýnd ásamt lifandi tónlist í flutningi norsku raftónlistarkonunnar Charlotte Bendiks. 

Charlotte Bendiks.

Hyldýpið er þögul, erótísk kvikmynd sem skaut Astu Nielsen, einni stærstu leikkonu Danmerkur á tímum þöglu myndanna, upp á stjörnuhimininn. Leikstjóri myndarinnar, Urban Gad, skrifaði handritið og tileinkaði Astu myndina. Hispurslaus frammistaða Nielsens í myndinni og þá sérstaklega eggjandi dansatriði hennar varð til þess að myndin var ritskoðuð í bæði Noregi og Svíþjóð. 

Hyldýpið frá 1910.

Myndin hefur  sterka feminíska undirtóna sem tala til frelsunar kvenlíkamans og vakti gríðarlega sterk viðbrögð þegar hún var fyrst sýnd. 

Handhafar hátíðarpassa RIFF fá 20% afslátt á þennan sérviðburð.

 

Let the River Flow / Leyfðu ánni að streyma / La elva leve

Leyfðu ánni að streyma / Let the River Flow,  er mögnuð mynd norska leikstjórans og handritshöfundarins Ole Giaever sem byggir á sönnum atburðum sem höfðu gríðarleg áhrif á samfélag Noregs.

Ester er ung kona af Sama-ættum sem felur uppruna sinn til að verða ekki fyrir kynþáttafordómum. Þegar Ester lendir allt í einu í miðjum mótmælum gegn stórri stíflubyggingu í Alta, fer hún að hrista af sér skömmina sem hún hefur borið svo lengi.

Að sýningu lokinni fara fram umræður þar sem Ole Sandberg, fræðimaður við Háskóla Íslands og talsmaður BIODICE, hátíðar um líffræðilegan fjölbreytileika, mun spjalla við Lisa Therese Hoen, stjórnanda Tromsø kvikmyndahátíðarinnar um myndina og umfjöllunarefni hennar. Sýningin og umræður fara fram í Háskólabíó þann 6.10. klukkan 15:15.

Ole Sandberg, fræðimaður.

Ole Sandberg segir að til að vernda umhverfið sé nauðsynlegt að hafa allar hliðar samfélagsins í huga. 

“Að virða innfætt fólk er gríðarlega mikilvægt þar sem þau eru oft helstu verndarar náttúrunnar,” segir hann en mikil breyting hefur orðið í Norsku samfélagi hvernig komið er fram við Sama. “Nú í langan tíma hefur athyglin aðallega verið á loftslagsbreytingum og að sjálfsögðu verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að berjast gegn þeim. En við getum ekki horft á það sem aðskilið málefni. Í stað þess að fjarlægja Sama af landsvæðum sínum ættum við að læra af þeim og hvernig þau búa í jafnvægi við náttúruna.”

 Let the River Flow fer í almennar sýningar í Bíó Paradís í vetur.

 

Myndir úr Norðri: Frumbyggjar Norðurslóða

 

Frumbyggjar norðurheimskautsins og menning þeirra eru viðfangsefni  flokks stuttmynda sem sýndar eru á RIFF jafnframt í samstarfi við TIFF. Myndirnar sem eru sýndar í  stuttmyndaflokknum eru:

Ivalu / Hvarf Ivalu

Andres Walter, Pipaluk K. Jørgensen, DK, 2023, 16 min

Tilnefnd til Óskarsverðlauna / Academy Award Nomination

Ivalu er horfin. Litla systir hennar reynir í örvæntingu að finna hana en föður þeirra er alveg sama. Hin víðfeðma grænlenska náttúra geymir leyndarmál. Leitin að Ivalu er hafin.

 

The Land of Whispering Stars / Land hinna hvíslandi stjarna / Belaya zemlya

Ayaal Adamov, RU, 2022, 15 min

Við strendur Laptevhafs er ekkert nema endalaus túndran og hið pínulitla Evenk-þorp Naiba. Hvernig þrífst fólk þarna og hvað gera þau?

 

Arctic Song / Heimskautasöngurinn

Germaine Arnattaujuq, Neil Christopher, Louise Flaherty, CA, 2021, 6 min

Falleg teiknimynd sem segir sögur af því hvernig landið, hafið og himinninn urðu til. Í myndinni eru sagðar hefðbundnar Inúítasögur frá Iglulik-héraði í Nunavut í gegnum söng. Myndin blæs nýju lífi í forna þekkingu og deilir henni með komandi kynslóðum.

 

Indigenous Police / Lögregla innfæddra / Koftepolitiet

Egil Pedersen, NO, 2021, 12 min

Þrír samískir menn ferðast til Osló. Einn þeirra klæðist gákti, samískum þjóðbúningi, til að laða að sér norskar konur. Annar þeirra telur þetta athæfi siðlaust og sá þriðji er bitur yfir því að hann laði ekki að sér konur þegar hann klæðist gákti.

 

Snowfall / Snjókoma / Muohtačalmmit

Hans Pieski, Arttu Nieminen, FI, 2022, 10 min

Dystópísk sýn af því hvernig Samar munu anda í framtíðinni innan um pólitísk átök um orku og steinefni. Þetta súrrealíska myndbandsverk fjallar um hinn mikla kraft vatnsins og mikilvægi þess fyrir mannkynið.

 

Unborn Biru / Ófædda Biru

Inga Elin Marakatt, NO, 2023, 18 min

Sundance: Besta stuttmynd tilnefning / Best Short Film Nomination

Þunguð ekkja stelur silfri frá líki til að lifa af og fæða dóttur sína. En á silfrinu hvílir bölvun sem hefur afleiðingar fyrir alla, líka þá ófæddu.

 

 

 

 

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email