Löng hryllingsmyndahelgi á riff.is

Löng hryllingsmyndahelgi á RIFF.is

RIFF kynnir með mikilli ánægju fimm nýjar hryllingsmyndir sem sýndar verða aðeins þessa helgi, frá og með miðnætti í kvöld, miðvikudag og fram á miðnætti sunnudag á vefnum, riff.is. Allt eru þetta splunkunýjar myndir frá árinu 2020. Tyrkneska myndin Veiðin (The Hunt), fjallar um konu sem er ofsótt af fjölskyldu sinni; Uppá yfirborðið (Breaking Surface)  er sænsk/ norsk og fjallar um hálfsystur sem festast í grjóthruni; Hunskastu út (Get the Hell Out) er frá Taiwan og  fjallar um banbænan vírus, Skaginn (Peninsula)  kemur frá Suður – Kóreu og fjallar um uppvakninga og Spútnik er rússnesk fjallar um sovéskt geimskip og hættulega fylgihluti. Sjá nánari lýsingar hér að neðan.

Hrollvekjur og furðusögur hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem hluti af kvikmyndahátíðum víða um veröld og slíkar kvikmyndir eru hér í sérstöku kastljósi. Áhersla er lögð á norðlægan hroll í bland við verk frá ólíkum heimshornum sem draga fram fjölbreytileika hrollvekjunnar í allri sinni blóðugu dýrð.

Vegna Covid og fleiri áfalla sem dynja nú yfir land og þjóð var ákveðið að halda í sýningu fram yfir helgina á riff.is vinsælustu íslensku heimildamyndunum sem sýndar voru á nýliðinni hátíð;  Humarsúpu, Sirkustjóranum, Á móti straumnum og Þriðja pólnum auk þess sem  frábærar heimildamyndir um Helmut Newton, Alvar Aalto og Rockville verða áfram í sýningu fram á sunnudagsköld.

Miðaverði er stillt í hóf og unnt er að horfa á viðkomandi mynd í 30 klukkutíma eftir að hún er leigð.

 

Nánar um hryllingsmyndavökuna:

Hunskastu út; Get the Hell Out

Wang Yo-wei starfar sem öryggisvörður í þinginu þar sem hann er álitinn aumingi og ónytjungur. Einn daginn á hann þátt í slysi sem kostar þingmanninn Xiong Ying-Ying sæti sitt á þinginu. Þingmaðurinn biður Wang að taka sæti í næstu kosningum með því skilyrði að fá að verða hans hægri hönd. Wang nær kjöri og þannig verður aumingi að þingmanni. Fljótlega fer hins vegar af stað banvænn vírus í þinginu og breytast allir smitaðir þingmenn í uppvakninga. Öllum að óvörum reynist Wang vera sá eini sem er ónæmur fyrir vírusnum. Með Xiong sér við hlið tekst Wang bæði að brjótast út og bjarga mannslífum!

///

Wang Yo-wei works as a security guard at the parliament and is regarded as a loser by others. One day, he gets involved in an incident which costs Xiong Ying-Ying, a Member of Parliament, her job. Xiong then asks Wang to stand for the by-election, and she will help him win the seat. Therefore, a loser becomes a new MP. One day in the new session, as a fatal virus is spreading inside the parliament, the MPs are infected and become zombies! Strangely, Wang proves to be the only one immune to the virus. Together with Xiong, they not only fight their way out but save many lives!

RIFF Heima – Horfa núna 

 

 

Spútnik

Á hátindi kalda stríðsins brotlendir sovéskt geimskip eftir misheppnaðan leiðangur og er leiðangursstjórinn sá eini eftirlifandi af áhöfninni. Eftir að þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangursstjórans verður ljóst að eitthvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar.

///

At the height of the Cold War, a Soviet spacecraft crash lands after a mission gone awry, leaving the commander as its only survivor. After a renowned Russian psychologist is brought in to evaluate the commander’s mental state, it becomes clear that something dangerous may have come back to Earth with him.

RIFF Heima – Horfa núna 

 

Skaginn; Peninsula

Fjórum árum eftir uppvakningafaraldurinn sem braust út í Train to Busan er Kóreuskaginn nú gjörsamlega í rústum. Hópur hermanna sem neyðast til að ferðast þangað aftur hitta fyrir tilviljun hóp ósmitaðra eftirlifenda sem reynast töluvert hættulegri en uppvakningarnir.

///

Four years after the zombie outbreak depicted in Train to Busan, the Korean peninsula is devastated. A group of soldiers forced to go back unexpectedly meets uncontaminated survivors, a lot more dangerous than zombies.

RIFF Heima – Horfa núna 


 

Veiðin: The Hunt

Eftir að hafa verið gripin með elskhuga sínum, verður kona ofsótt af sínum eigin ættingjum, sem vilja drepa hana fyrir heiður fjölskyldunnar.

///

After being caught with her lover, a woman becomes hunted by her own relatives who want to kill her to uphold the family’s honor.

RIFF Heima – Horfa núna 


 

Uppá Yfirborðið; Breaking Surface

Nokkrum dögum eftir jól halda sænsk/norsku hálfsysturnar Ida og Tuva út í köfunarleiðangur við norsku strandlengjuna. Við enda leiðangursins fellur grjótskriða sem veldur því að Tuva festist neðansjávar. Þegar Ida kemst aftur upp á yfirborðið og reynir að kalla eftir hjálp kemst hún að því að grjótskriðan hefur líka fallið á föstu landi og allur búnaður þeirra, símar og bíllyklar þar með talið, hefur grafist undir. Systurnar eru þar með fullkomlega bjargarlausar og hafa enga möguleika á að kalla eftir hjálp. Upphefst nú örvæntingarfull lífsbarátta sem verður lokamælikvarðinn á atgervi og útsjónarsemi Idu. Á meðan Ida berst við að bjarga systur sinni afhjúpast brestirnir í sambandi þeirra og þegar allt virðist tapað kemur í ljós að það er miklu meira í húfi.

///

A few days after Christmas, Swedish/Norwegian half-sisters, Ida and Tuva, set out on a winter dive in a remote part of the Norwegian coastline. Towards the end of the dive, a rockslide traps Tuva under water. As Ida surfaces to call for help, she discovers that the rockslide has struck above water as well, burying their equipment, phones and car keys… they are completely cut off from any chance of outside rescue. As the frantic race for survival unfolds, Ida is put to the ultimate test of character and forcefulness. During Ida’s fight to save Tuva, a fractured sisterhood is exposed, and when all seems lost, the stakes rise beyond simple survival.

RIFF Heima – Horfa núna 


 

Aðrar myndir: Framlengdar til miðnættis sunnudags. Kíktu inná RIFF Heima – https://watch.riff.is/

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email