Óskum eftir starfsnemum

Ef þú vilt hjálpa til við undirbúning og framkvæmd RIFF, sjá geggjaðar myndir, hitta fullt af skemmtilegu fólki og bæta starfsfærni þína, þá ættirðu að gerast starfsnemi!

Við óskum eftir starfsnemum á skrifstofuna í ýmis verkefni, s.s. að hjálpa til við skipulagningu, umsóknir, samskipti við kvikmyndagerðarmenn, fyrirtæki og aðra samstarfsaðila og margt fleira. Starfsnámið getur hafist strax í febrúar (eða síðar á árinu) og varið í 3-6 mánuði en möguleiki er á ráðningu í fleiri verkefni að starfsnámi loknu. Starfsnám er eðli málsins samkvæmt nám og er ætlað nemum sem geta nýtt reynsluna hjá RIFF í nám sitt.

Starfsnámið er tilvalið fyrir áhugafólk um kvikmyndir þar sem leitast er við að veita innsýn inn í undirbúningsferlið að kvikmyndahátíð um leið og boðið er upp á skemmtilegt starf í líflegu andrúmslofti. Starfsnemar og sjálfboðaliðar hátíðarinnar fá aðgöngupassa sem gildir á allar myndir hátíðarinnar meðan húsrúm leyfir.

Á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heim er það vel þekkt að fólk á öllum aldri bjóði fram aðstoð sína við umönnun gesta, við bíósýningar, við sendiferðir, við veisluhöld og allan þann fjölda af verkefnum sem geta fallið til við skipulagningu og framkvæmd kvikmyndahátíðar. Framlag sjálfboðaliða skiptir sköpum ef gera skal kvikmyndahátíðina að þeim glæsilega menningarviðburði sem stefnt er að. Auk þess eiga sjálfboðaliðar ríkan þátt í að skapa þá lifandi stemmningu sem myndast á meðan á hátíðinni stendur. Síðustu ár hafa allt að 90 sjálfboðaliðar komið að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar.

Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á riff@riff.is. Til að sækja um starfsnám smelltu hér.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email