RIFF tek­ur þátt í Kolap­se

Alþjóðleg kvik­mynda­hátíð í Reykja­vík, RIFF, er meðal þeirra sem taka þátt í Kolap­se, ra­f­ræn­um vett­vangi sem ætlað er að stuðla að sam­tali þjóða um neyðarástand í lofts­lags- og sam­fé­lags­mál­um. Lista­menn úr ólík­um grein­um, aðgerðasinn­ar og leiðtog­ar munu sam­eina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í umræðum um framtíð Jarðar og þær áskor­an­ir sem næstu ára­tug­ir munu hafa í för með sér, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Að Kolap­se stend­ur, auk RIFF, vef­ur­inn Kabinett sem er vett­vang­ur og sam­fé­lag lista­manna sem hef­ur það mark­mið að auka meðvit­und, upp­lifa nokk­ur and­ar­tök friðar, hlusta á tónlist, horfa á kvik­mynd­ir og taka skref fram á við í áríðandi bar­áttu fyr­ir um­hverf­inu og þeim fé­lags­legu vanda­mál­um sem eru aðsteðjandi í sam­tím­an­um.

Hófst í Arg­entínu

Kolap­se hefst 19. nóv­em­ber og stend­ur yfir til 21. fe­brú­ar á næsta ári og er lýst sem vett­vangi sem orðið hafi til í Arg­entínu fyr­ir um ári. Edo Cost­ant­ini, stjórn­andi Kabinett í sam­starfi við stjórn­völd þar i landi, tón­list­ar­kon­an Patti Smith og fleiri ræddu þá aðsteðjandi vanda sem heims­byggðin glímdi nú við og hvernig Arg­entína gæti verið í for­ystu­hlut­verki í bar­átt­unni gegn þeim ógn­um.

Í til­kynn­ingu seg­ir að RIFF hafi í dag­skrár­setn­ingu sinni und­an­far­in ár lagt áherslu á mál­efni sem þessi, svo sem í flokkn­um Betri heim­ur þar sem kast­ljós­inu sé jafn­an beint að stöðu heims­ins og þeim vanda­mál­um sem steðji að og teng­ist m.a. lofts­lags­mál­um. „Get­um við haldið áfram enda­laust eins og ekk­ert hafi í skorist? Get­ur jörðin þolað þenn­an ágang? Hver er siðferðis­vit­und okk­ar gagn­vart okk­ur sjálf­um og öðrum? Svör við slík­um spurn­ing­um halda okk­ur á RIFF við efnið; okk­ar ástríða er að koma áhuga­verðum og brýn­um skila­boðum um ástand heims­ins á fram­færi með sýn­ingu úr­vals kvik­mynda og ým­iss kon­ar umræðum og uppá­kom­um. Við telj­um að betri heim­ur sé mögu­leg­ur og kvik­mynd­ir geti verið þar í lyk­il­hlut­verki. Þær hafa kraft­inn til að koma á breyt­ing­um sem eru þarfar og mik­il­væg­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá RIFF.

Þrjú verk

RIFF kynn­ir þrjú verk á hátíðinni, opn­un­ar­mynd­ina Last And First Men eft­ir Jó­hann Jó­hann­son heit­inn og sýnt verður auk henn­ar viðtal við kvik­mynda­töku­mann mynd­ar­inn­ar, Sturlu Brandt Gröv­len, um gerð mynd­ar­inn­ar. Önnur mynd­in er hin aust­ur­ríska Earth eft­ir Ni­ko­laus Geyr­halter sem var á RIFF í fyrra og verður einnig flutt TED-spjall Andra Snæs Magna­son­ar, rit­höf­und­ar og kvik­mynda­gerðar­manns, um nýj­ustu bók hans, Um tím­ann og vatnið, sem tekið var upp sér­stak­lega í sam­vinnu við Ice­land Naturally á ensku auk sér­staks viðburðar Um tím­ann og vatnið með Andra Snæ og Högna Eg­ils­syni sem tekið var upp í Borg­ar­leik­hús­inu í síðustu viku og er sam­starfs­verk­efni við Nordic-safnið í Seattle í Banda­ríkj­un­um og Kolap­se. Anní Ólafs­dótt­ir leik­stýr­ir því mynd­bandi og Lind Hösk­ulds­dótt­ir klippti það.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar má finna á wea­reka­binett.com og hér má sjá stutta stiklu fyr­ir Last and First Men:

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email