SJÖ SNIÐUGAR
Sjö Sniðugar
Sjö sniðugar er nýr flokkur á RIFF sem er afrakstur samstarfs sjö evrópskra kvikmyndahátíða. Í þessum flokki sýnum við alþjóðlegar verðlaunamyndir eftir upprennandi leikstjóra frá hverju þátttökulandi.
Kvikmyndahátíðarnar sem taka þátt í Smart7 verkefninu eru New Horizons í Póllandi, IndieLisboa í Portúgal, Kvikmyndahátíð Þessaloníku, Kvikmyndahátíð Transilvaníu, FILMADRID á Spáni, Kvikmyndahátíðin í Vilníus og RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.