Styrkur til verkefnisins Stelpur Filma á landsbyggðinni

Í dag fékk RIFF úthlutað hæsta styrknum úr Barnamenningarsjóði í ár, samtals 7 milljónum króna! Tilkynnt var um úthlutanir til margra spennandi verkefna við hátíðlega athöfn í Hörpu að viðstöddum m.a. forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra. Við erum í skýjunum með úthlutunina en styrkinn skal nýta til þess að halda námskeiðið Stelpur filma! víða um landsbyggðina þar sem stúlkum og kynsegin krökkum á unglingsaldri eru kennd undirstöðuatriði í kvikmyndagerð. Við teljum að námskeið sem þessi séu mjög valdeflandi og jafnvel gæti breytti lífi barna. Við hlökkum því mikið til og þökkum kærlega fyrir okkur.

Frekar upplýsingar um Stelpur filma! má finna HÉR

///

It was a joyous occasion today when RIFF received a grant from Barnamenningarsjóður- an Icelandic children’s fund to organize the course Girls Film! in the countryside. 

Girls Film! is an educational program where girls and transgender youth are introduced to the basics of filmmaking. The project will travel around Iceland to give many more teenagers the opportunity to take part in this empowering and important project.

Read more about Girls film! HERE

#RIFF # Reykjavikfilmfestival #RIFF2021 #fortheloveofmovies #movielover #filmfestival #Icelandicfestival #girlsfilm! #stelpurfilma!

Inga Margrét Jónsdóttir, verkefnastjóri, Auður Elísabet Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri RIFF, Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF
Facebook
Twitter
LinkedIn
Email