„Þráhyggja, útrýmingarhætta og guðlegir fyrirboðar“

Heimildarmyndir RIFF 2023

 

RIFF kynnir með stolti þær heimildarmyndir sem verða til sýningar á hátíðinni árið 2023. Heimildarmyndadagskrá RIFF miðar að því að fræða og upplýsa áhorfendur, en ekki síður að miðla þekkingu með óhefðbundnum leiðum. Góð heimildarmynd kveikir í ímyndunaraflinu og getur haft sterk áhrif á áhorfendur og samfélagið með óvæntu sjónarhorni eða nýjum upplýsingum.

Verðlaunamyndir í sérflokki

Meðal þeirra mynda sem sýndar verða er heimildarmyndin „Apolonia, Apolonia“ eftir dönsku kvikmyndagerðarkonuna Lea Glob en hún vann aðalverðlaunin á heimildarmyndahátíðinni IDFA sem eru ein virtustu verðlaun sem heimildarmyndir geta hlotið. Myndin hefur hlotið fjöldamörg önnur verðlaun og verið lofuð af gagnrýnendum. Hún segir töfrandi sögu listakonunnar Apolonia Sokol sem fótar sig í heimi nútímalista.

Þá hlaut kvikmyndin „And the King Said, What a FANTASTIC MACHINE“ sérstök dómnefndar verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni. Í henni snúa kvikmyndagerðarmennirnir Axel Danielson og Maximilien Van Aertryck myndavélum sínum að samfélaginu til þess að athuga kvikmyndaþráhyggju mannsins og þau áhrif sem kvikmyndir hafa haft á okkur í gegnum tíðina. Einnig má nefna myndina The Gullspång Miracle eftir Mariu Fredriksson sem hlaut verðlaun á Tribeca kvikmyndahátíðinni en hún tekst á við undarlegt samband tveggja systra við konu með sem líkist systur þeirra sem lést þrjátíu árum áður. 

Myndir hátíðarinnar endurspegla það besta í heimildarmyndagerð víðsvegar um heiminn og eru þetta myndir sem áhugamenn um góðar heimildarmyndir ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara. 

Þær heimildarmyndir sem verða til sýningar á RIFF 2023 eru eftirfarandi: 

—————————————-—————————————-

Apolonia, Apolonia

Lea Glob, DK, PL, 2022, 116 min

Hlaut fyrstu verðlaun IDFA sem besta mynd hátíðarinnar

Þegar danska kvikmyndagerðarkonan Lea Glob hitti Apoloniu Sokol fyrst árið 2009 virtist hún lifa hinu fullkomna listamannalífi. Lea hélt áfram að kvikmynda hina töfrandi Apoloniu í gegnum árin og niðurstaðan er heillandi heimildarmynd, tekin yfir þrettán ára tímabil, um unga konu sem reynir að fóta sig í listheiminum.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=IARMK6mwhHg

And the King Said, What a FANTASTIC MACHINE / Og kóngurinn sagði, Hversu FRÁBÆR VÉL

Axel Danielson, Maximilien Van Aertryck, SE, DK, 2023, 88 min

Hlaut verðlaun sérstakrar dómnefndar á Sundance kvikmyndahátíðinni

Kvikmyndagerðarmennirnir Danielson og Van Aertryck snúa myndavélum sínum að samfélaginu til að kanna, útskýra og afhjúpa hvernig hömlulaus kvikmyndaþráhyggja okkar hefur umbreytt mannlegri hegðun. Frá Camera Obscura tækninni og Lumière bræðrum alla leið til YouTube og heims samfélagsmiðla, segir myndin frá því hvernig við fórum frá því að taka ljósmynd af bakgarði yfir í margra milljarða evra efnisiðnað.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=frB5O-uZQPA

Lynx Man / Gaupumaðurinn / Ilveskuiskaaja

Juha Suonpää, FI, 2023, 82 min

Eftir skilnað og alvarlegt slys býr Hannu einn á bóndabæ sínum í Vestur-Finnlandi, þar sem alls kyns dýr eiga heimkynni. Þegar Hannu finnur dauða gaupu við vegkantinn áttar hann sig á því að villikötturinn, sem var talinn nánast útdauður, er snúinn aftur. Fullur af endurnýjuðum lífskrafti setur Hannu upp myndavélar um allt svæðið og byrjar að kynnast gaupunum persónulega.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=Phl2CGKNBtY

Rock Hudson: All That Heaven Allowed / Rock Hudson: Rödd hjartans

Stephen Kijak, UK, 2023, 104 min

Rock Hudson var eitt af átrúnaðargoðum gullaldar Hollywood, en hann fórnaði hluta af sjálfum sér til að geta gefið fólki þær kvikmyndir sem það þráði. Þegar fregnir bárust af því að Hudson væri að deyja úr alnæmi neyddist heimurinn horfast í augu við sjúkdóm sem allt of lengi var hunsaður og smánaður.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=zzWm5kIfE8c

The Castle / Kastalinn / El Castillo

Martín Benchimol, AR, FR, 2023, 78 min

Eftir að hafa starfað sem ráðskona allt sitt líf, erfir Justina höfðingjasetur í miðju argentínsku gresjunnar frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Það er aðeins eitt skilyrði: hún má aldrei yfirgefa húsið. Í þessu nútímaævintýri standa Justina og dóttir hennar frammi fyrir þeirri áskorun að halda það loforð.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=eKrQtNp61JA

Dancing on the Edge of a Volcano / Dansandi á brún eldfjalls

Cyril Aris, DE, LE, 2023, 87 min

Í kjölfar hinnar hræðilegu sprengingar sem átti sér stað 4. ágúst 2020 í Beirút stendur kvikmyndateymi frammi fyrir stóru vandamáli: hvort eiga þau að bjóða ringulreiðinni birginn og halda áfram með upptökur á kvikmynd sinni eða gefast upp fyrir hinum margvíslegu krísum sem breiðast út um landið?

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=IEHXvEj7a7

g

The Gullspång Miracle / Gullspång kraftaverkið

Maria Fredriksson, SE, NO, 2023, 109 min

Guðlegur fyrirboði leiðir til þess að tvær systur kaupa íbúð í sænska smábænum Gullspång. Þeim til mikillar furðu lítur seljandinn út eins og eldri systir þeirra sem lést úr sjálfsvígi þrjátíu árum áður. Það sem byrjar sem skelfileg saga um fjölskyldusameiningu verður brátt að Pandóruöskju þar sem líf kvennanna þriggja fer úr skorðum.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=5ZRmW1VEoFk

Anselm – das rauschen der Zeit / Anselm – Kliður tímans

Wim Wenders, DE, 2023, 93 min

Cannes: Frumsýning / Premiere

Þessi einstaka kvikmyndaupplifun kafar djúpt inn í verk þýska listamannsins Anselm Kiefer og afhjúpar lífsleið hans, innblástur og sköpunarferli. Myndin kannar hrifningu hans á goðsögnum og sagnfræði. Fortíð og nútíð eru samtvinnuð svo mörkin á milli kvikmyndar og málverks mást út, sem gerir áhorfendum kleift að sökkva sér á kaf í hinn stórmerkilega heim eins merkasta listamanns samtímans.

Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=2_-3XRc7WE0 

 

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email