Riff Logo
Riff Dates (from 25-September-2025 to 05 october 2025)
Riff Logo
Riff Logo

Miðasalan er hafin á RIFF (Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík) sem hefst þann 28. september n.k. og mun standa til 8. október í Háskólabíói. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem haldin var þann 18. september á Hagatorgi við Háskólabíó. Opnunarmyndin er Tilverur, frumraun Ninnu Pálmadóttur og lokamyndin er Poor Things eftir Yorgos Lanthimos sem hlaut Gullna ljónið í Feneyjum fyrr í mánuðinum.

Fagnað verður 20. útgáfunni af RIFF!  Sýndar verða yfir 80 kvikmyndir í fullri lengd auk fjölda stuttmynda frá alls 63 löndum. Fjöldi Norðurlandafrumsýninga er á RIFF og margar myndanna koma hingað frá virtustu hátíðum í heimi s.s. Cannes, Feneyjum, Toronto og Rotterdam.  Því er um að ræða einstakt tækifæri til að sjá bestu myndir ársins en flestar myndanna verða ekki sýndar áfram í bíói hérlendis!

Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar kynnti dagskrá hátíðarinnar.

Sýningar í þessa ellefu daga fara fram í Háskólabíói sem er aðalsýningarstaður RIFF, en jafnframt í Norræna húsinu og í Slippbíói. Auk þess verður kvikmyndadagskrá RIFF út um alla borg – í litlum verslunum, bókasöfnum, gróðurhúsinu Lækjartorgi, hvalaskoðunarbáti og hótelum – undir nafninu RIFF um um bæinn. Þá teygir verkefnið RIFF um landið sig út um allt Ísland.

Myndirnar eiga það sammerkt að endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur uppá að bjóða.  Um er að ræða  nýjar gæðamyndir af ýmsu tagi eftir vel þekkta leikstjóra á borð við Luca Guardagnino, Wim Wenders, Werner Herzog, Catherine Breillat, Angelu Schanelec og Yorgos Lanthimos yfir í framsæknar kvikmyndir eftir nýja leikstjóra sem keppa um Gullna lundann. Sannkölluð meistaraverk þar sem oft eru farnar  nýjar leiðir í kvikmyndalistinni.

Frá fjölmiðlafundi RIFF 2023

Fjöldamargir spennandi titlar

 

Meðal mynda sem RIFF sýnir í ár er finnska gamanmyndin, FAMILY TIME sem er frumraun Tia Kouvo sem sló í gegn á Berlínale fyrr á árinu. SWEET EAST eftir Sean Price Williams sem sópað hefur að sér verðlaunum frá því hún var frumsýnd í Cannes sl. vor, BAAN eftir Leonor Teles sem frumsýnd var við frábærar undirtektir í Locarno í sumar, MAY DECEMBER eftir Todd Haynes og Natalie Portman, The Taste of Things eftir Anh Hung Tran með Juliette Binoche í aðalhlutverki, ANTARCTICA CALLING eftir heiðursgest okkar Luc Jacquet sem frumsýnd var á hinni virtu kvikmyndahátíð í Rotterdam nýlega, ON THE ADAMANT eftir  Nicolas Philibert sem hlaut Gullbjörninn í Berlín,  ORLANDO My Political Biography eftir Paul B. Preciado, LA BETE eftir Bertrand Bonelle með Léa Seydoux í aðalhlutverki en myndin hlaut lofsverða dómi á frumsýningu í Feneyjum fyrr í mánuðinum, L’ETE DERNIER eftir Catherine Breillat, THEATER OF THOUGHT eftir Werner HerzogANSELM eftir Wim Wenders, WHAT REMAINS eftir Ran Huang með Gustaf og Stellan Skarsgård í aðalhlutverkum og  SIDONIE IN JAPAN eftir Élise Girard með Isabelle Huppert í aðalhlutverki en myndin sló í gegn í Feneyjum fyrr í mánuðinum þar sem hún var heimsfrumsýnd.

Poor Things eftir Yorgos Lanthimos
Úr „Poor Things“ eftir Yorgos Lanthimos sem er lokamynd RIFF 2023.

Í tilefni 20. hátíðarinnar verða þær íslensku stuttmyndir sem hafa hlotið verðlaun á RIFF í gegnum árin sýndar og fram fer vegleg ljósmyndasýning úr sögu RIFF í Norræna húsinu, á stöplum í Pósthússtræti auk þess sem Háskólabíói verður breytt í allsherjar menningarmiðstöð með listsýningum, sælkeraveitingum fyrir svanga og þyrsta og huggulegri bíóstemningu. Keppni fer fram um hver sér flestar myndir á RIFF og verður viðkomandi boðið í veglegt lokahóf hátíðarinnar þann 7. október.

Miðasala á stakar sýningar er hafin og RIFF appið er komið í gagnið. Seld eru afsláttarkort þar sem stakur miði kostar um 1400 krónur ef keypt er 8 miða kort og passinn gildir á allar myndir. Hátíðarpassinn er á 20% afslætti fyrir nemendur, öryrkja og eldri borgara.

Frakkland í fókus

 

Frönsk kvikmyndagerð er í brennidepli á RIFF þetta árið og bjóðum við áhorfendum því upp á rjómann af fjölbreyttum og áhugaverðum frönskum kvikmyndum og stuttmyndum samtímans.

Frakkland státar af einum elsta og stærsta kvikmyndaiðnaði í heimi. Saga franskra kvikmynda er nátengd sögu kvikmyndalistarinnar sjálfrar enda voru það franskir bræður, Auguste og Louis Lumière, sem héldu fyrstu kvikmyndasýningu heims í París árið 1895. Allar götur síðan hafa Frakkar verið í fararbroddi í þróun kvikmynda og eiga þeir marga heimsþekkta kvikmyndalistamenn á borð við Georges Méliès, Jean-Luc Godard, François Truffaut, Agnès Varda, Brigitte Bardot og Gérard Depardieu svo örfá nöfn séu nefnd. RIFF 2023 sýnir yfir 30 myndi í fullri lengd frá Frakklandi þetta árið

RIFF lundinn í túlkun Hugleiks Dagssonar.
RIFF lundinn í túlkun Hugleiks Dagssonar.

RIFF tölfræði

 

Verðlaunaðar kvikmyndir

 

Verðlaun á RIFF 2023

 

Keppnisflokkur mynda á RIFF kallast Vitranir (New Visions) þar sem átta myndir eftir nýja og upprennandi leikstjóra (fyrsta eða annað verk) keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar sem er Gullni Lundinn. Verðlaunin hafa verið veitt síðan 2005 en með þeim vill RIFF styðja við unga og efnilega leikstjóra.

Græni Lundinn: Eru umhverfisverðlaun sem veitt eru þeim sem hafa með vinnu sinni stutt að náttúruvernd í gegnum kvikmyndagerð. Viðtakandi Græna Lundans í ár er Luc Jacquet.

Stuttmyndakeppni RIFF 2023: RIFF heldur árlega samkeppni íslenskra stuttmynda og munu RÚV og Trickshot veita verðlaun fyrir bestu myndina. Sýningar á myndunum fara fram í tveimur hlutum og horft er á hvorn þeirra í heilu lagi. Sýningar munu fara fram í Háskólabíó þann 30. september á fyrri hlutanum og 1. október á þeim seinni. 

Heiðursverðlaun: verða veitt á RIFF þeim heiðursgestum sem koma til Íslands vegna hátíðarinnar. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun veita verðlaunin á Bessastöðum fyrir hönd RIFF.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands mun veita heiðursverðlaun RIFF.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands mun veita heiðursverðlaun RIFF.

Sérviðburðir

 

Frá síðasta hellabíói RIFF árið 2022.
Frá síðasta hellabíói RIFF árið 2022.

Flokkar RIFF 2023

 

 

Dynjandi lófatak

 

RIFF væri ekki til nema fyrir stuðning menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Creative Europe auk mikilvægs framlags fyrirtækja og stofnana á borð við Iceland Hotel Collection By Berjaya, RÚV, Hertz, Luxor, Íslandsstofu, TVG Zimsen, fjölda sendiráða víða um heim og margra fleiri.