Umhverfisstefnan okkar

Til að leggja okkar að mörkum til umhverfismála hefur RIFF sett sér það markmið að verða umhverfisvæn kvikmyndahátíð. Sú stefna endurspeglast í dagskrá hátíðarinnar, þá sérstaklega í flokknum Önnur framtíð þar sem áhersla er lögð á myndir sem vekja áhorfendur til umhugsunar um félagsleg málefni eða umhverfis- og mannréttindarmál. Flokkurinn var stofnaður fyrir u.m.þ.b. tíu árum og nýtur mikilla vinsælda meðal hátíðargesta og vekur vaxandi áhuga milli ára. Fyrir íslenska hátíð er það ákveðin landafræðileg áskorun að lækka kolefnissporið en meðvitað höfum við stigið ákveðin spor í áttina að því að verða umhverfisvæn stofnun. Slagorðin okkar eru draga úr, endurvinna og endurnýta.

 

Áherslur hátíðarinnar í að draga úr, endurvinna og endurnýta

 
  • Til að draga úr flugferðum göngum við úr skugga um að nýta ferðir okkar erlendu gesta til annara hátíða sem eru á svipuðum tíma.
  • Bæklingurinn okkar er prentaður hjá Litróf sem er umhverfisvottuð prentsmiðja. Litróf notast við pappír sem er framleiddur á sem umhverfisvænastan hátt og kemur prentsmiðjan í veg fyrir pappírssóun með því að þaulhugsa afskurðarferlið fyrirfram með fullnýtingu pappírsins að leiðarljósi.
  • Á meðan hátíð stendur notar starfsfólk rafskutlur til að fara á milli staða.
  • Hátíðin er með samstarfssamning við Aleppo Café, bakarí sem er í sömu götu og skrifstofan. Skrifstofan nýtir dagsgamla afganga frá bakaríinu sem annars hefðu farið í ruslið. Þannig komum við í veg fyrir matarsóun og starfsfólk hefur aðgang að fríu fæði.
  • Aðgangsmiðakerfið okkar hefur að mestu leiti verið gert rafrænt til að spara pappírssóun.
  • Vörur frá eldri hátíðum eins og bolir, töskur og hattar eru nýtt í gjafir.
  • Gömul plaköt eru endurnýtt í ýmislegt á skrifstofu. T.D er bakið nýtt í skrifa á upp á vegg.
  • Aukin áhersla rafrænar upplýsingar og notkun dreifibréfa lágmörkuð.
  • Tekið hefur verið fyrir notkun á pappaglösum, plastílátum og plastpokum á öllum viðburðum á vegum RIFF.

Með hjálp allra sem koma að hátíðinni mun RIFF takast að verða grænni hátíð með árunum.

 

Featured image by: Photo by Alex Talmon on Unsplash