Verðlaun og dómnefndir
Fjölmargar kvikmyndir eru sýndar á RIFF ár hvert og þykja hver annarri magnaðri. Sérstök dagskrárnefnd skipuð fimm kanónum úr kvikmyndaiðnaðinum velja myndir inn á hátíðina.
Nokkrar kvikmyndir, sem þykja bera höfuð og herðar yfir aðrar, eru verðlaunaðar ár hvert fyrir framlag sitt til hátíðarinnar og kvikmyndaheimsins. Stærstu verðlaun hátíðarinnar er án efa Gullni Lundinn sem veittur er leikstjóra í flokknum Vitranir, fyrir fyrsta eða annað verk. Þar með hlýtur sá kvikmyndamaður og mynd hans titilinn Uppgötvun ársins.
Myndir frá þátttakendum í Reykjavík Talent Lab keppa síðan um verðlaunin Gullna eggið, en um er að ræða stuttmyndir.
Þá eru einnig veitt verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og síðan bestu erlendu stuttmyndina. Ein heimildarmynd í flokknum Önnur framtíð fær einnig verðlaun sem besta heimildarmyndin sem varpar ljósi á samband manns og náttúru. Auk þessara verðlauna eru veitt sérstök dómnefndarverðlaun.
RIFF 2021
vitranir: GULLNI LUNDINN
Myndirnar í keppnisflokknum Vitranir eru allar fyrsta eða annað verk leikstjóra. Ein er valin „Uppgötvun ársins” og hlýtur að launum aðalverðlaun RIFF, Gyllta Lundann.
dómnefnd
Íslenskar stuttmyndir
Í þessum keppnisflokki hlýtur einn leikstjóri verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina. Sú nýbreytni varð árið 2020 að til varð sérstakur flokkur fyrir nemanda myndir. Nú eru því gefin sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku nemamyndina.
DÓMNEFND
Önnur framtíð
Myndirnar í flokknum Önnur framtíð eiga það sammerkt að takast á við viðfangsefni sem snerta aðkallandi umhverfis- eða mannréttindamál. Eins og við vitum öll þá getur rétta myndin breytt heiminum. Sú mynd sem þykir mest framúrskarandi og byltingarkennd hlýtur verðlaunin í þessum flokki.
DÓMNEFND
Alþjóðlegar stuttmyndir
Hæfileikaríkt kvikmyndagerðarfólk fer með okkur í ferðalag út fyrir landamæri raunheimsins með hugmyndaflugið að vopni og fer ótroðnar slóðir í kvikmyndagerð. Hugrakkasta röddin hlýtur verðlaunin fyrir bestu alþjóðlegu stuttmyndina.
DÓMNEFND
Gullna Eggið
Gullna eggið er sérstök verðlaun veitt fyrir bestu myndina frá þátttakendum í Reykjavík Talent Lab sem er hæfileikasmiðja fyrir unga upprennandi leikstjóra hvaðan af úr heiminum.
DÓMNEFND
Dómnefnd unga fólksins
Dómnefnd unga fólksins velur bestu myndina að sínu mati í Vitrunum sem er flokkur fyrir nýja leikstjóra sem tefla fram sinni annari eða fyrst mynd.