RIFF (Reykjavík International Film Festival) is one of the biggest and most diverse cultural events in Iceland. The showing of over 200 films from over 40 countries is not all, RIFF also hosts industry days, meet & greets, concerts, exhibitions, a swim-in pool, and so much more.

Curious to hear more?

QUOTES

"RIFF occupies a permanent place in the nation's cultural life and is one of the manifestations of the great power that resides in Icelandic film culture. The world of cinema is international and diverse, as RIFF highlights so well. "
Lilja D. Alfreðsdóttir
Minister of culture and business affairs.
"The days flew by. There was always someone interesting to talk to, enjoyable workshops, and films in the cinema. An impactful and unforgettable experience."
Christian Fischer
Talent Lab-er
SMART7 2024 Dagskrá kynnt!

SMART7 2024 Dagskrá kynnt!

SMART7 kvikmyndakeppnin hefst í dag með fyrstu sýningu framlagana í ár á alþjóðlegri kvikmyndahátíð Vilnus, Pavasaris, í Litháen. Keppnin mun…
Áfram stelpur!

Áfram stelpur!

lþjóðlegur baráttudagur kvenna var síðastliðinn föstudag, 8. mars 2024. Baráttan fyrir jafnrétti stendur þó alla daga ársins. Minnumst við þeirra…
„Natatorium“ verður framlag RIFF í keppnisflokki SMART7, samstarfsnet sjö kvikmyndahátíða

„Natatorium“ verður framlag RIFF í keppnisflokki SMART7, samstarfsnet sjö kvikmyndahátíða

Reykjavík 7. mars 2024 – Kvikmynd Helenu Stefánsdóttur „Natatorium“ verður framlag RIFF í alþjóðlegri keppni SMART7 samstarfsnetsins. SMART7 samanstendur af…

KViKMyNDAFLOKKAR

(Keppnisflokkur um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF) – Í Vitrunum tefla níu nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Þessar myndir ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar.

 Á hverju ári þyrla sömu myndirnar upp ryki á kvikmyndahátíðum víða um heim. Þetta eru meistarastykki sem sum hver eru úr smiðju þekktra kvikmyndagerðarmanna en önnur koma áhorfendum algerlega í opna skjöldu.

Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum.

Heimildarmyndadagskrá RIFF miðar að því að fræða og upplýsa áhorfendur, en ekki síður að miðla þekkingu með óhefðbundnum leiðum. Góð heimildarmynd kveikir í ímyndunaraflinu og getur haft sterk áhrif á áhorfendur og samfélagið með óvæntu sjónarhorni eða nýjum upplýsingum.

Tónlist gegnir lykilhlutverki í lífi og dægurmenningu okkar. Í þessum flokki er einblínt á heimildarmyndir sem veita innsýn í líf tónlistarmanna og menningarheima þeirra og færa þar að auki áhorfendur á tiltekinn stað og stund.

Sjö sniðugar er nýr flokkur á RIFF sem er afrakstur samstarfs sjö evrópskra kvikmyndahátíða. Í þessum flokki sýnum við alþjóðlegar verðlaunamyndir eftir upprennandi leikstjóra frá hverju þátttökulandi.

Kvikmyndahátíðarnar sem taka þátt í Smart7 verkefninu eru New Horizons í Póllandi, IndieLisboa í Portúgal, Kvikmyndahátíð Þessaloníku, Kvikmyndahátíð Transilvaníu, FILMADRID á Spáni, Kvikmyndahátíðin í Vilníus og RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.

T.B.A.

Listrænar kvikmyndir eru oftar en ekki afsprengi eins huga, kvikmyndahöfundar með einstaka sýn og ótrúlega hæfileika. Í þessum flokki fögnum við slíkum meisturum og sýnum verk þeirra.

RIFF er skurðpunktur íslenskrar og erlendrar kvikmyndalistar. Hér eru sýndar nýjar kvikmyndir sem hafa sterka tengingu við land og þjóð.

Á næturna fara draugar, uppvakningar og ýmsar vættir á kreik. Þá hefjast líka miðnæturtryllar RIFF með mögnuðum hryllingsmyndum sem hræða úr okkur líftóruna á skemmtilegan hátt.

Hér er á ferðinni úrval áræðinna, áleitinna og listrænna alþjóðlegra stuttmynda sem valdar eru af kostgæfni. Fjölbreyttar og hæfileikaríkar raddir fara með áhorfandann í ferðalag um víða veröld, víkka sjóndeildarhring hans og umbylta kvikmyndaforminu.

Gullna eggið er keppnisflokkur með stuttmyndum frá upprennandi leikstjórum sem taka þátt í kvikmyndasmiðju RIFF Talent Lab.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, snýst um upplifun og þó það jafnist fátt á við hefðbundna bíóferð þá finnst okkur mikilvægt að hrista upp í dagskrá hátíðarinnar með fjölbreyttum sérviðburðum.

RELIVE