Allt um RIFF
RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í 18. sinn þann 30. september næstkomandi og stendur til 10. október. Vegleg kvikmyndadagskrá verður á riff.is og úrval mynda sýndar á Netinu, Bíó Paradís, Norræna Húsinu og víðar.
Margar myndir koma til Íslands beint frá stóru hátíðunum sem farið hafa fram í sumar eins og Cannes sem og hausthátíðum eins og Feneyjum og Toronto.
Opnunarmynd RIFF í ár verður “The Worst Person in The World” eftir Joachim Trier sem þykir vera einn af áhugaverðustu leikstjórum samtímans.
Lokamynd RIFF verður Margrete, Queen of The North sem frumsýnd var í Kaupmannahöfn á dögunum í leikstjórn Charlotte Sieling og með Trine Dyrholm í aðalhlutverki. Norrænt samstarfsverkefni, True North er meðframleiðandi og Halldóra Geirharðs og Tinna Hrafns leika í myndinni.
MIÐAR Á EINSTAKA VIÐBURÐI ERU FÁANLEGIR HÉR. PASSAR OG KLIPPIKORT HÉR.
ALMENN MIÐASALA HEFST 20. SEPTEMBER.
Tónlist í kvikmyndum
Á hátíðinni í ár verður lögð áhersla á tónlist í kvikmyndum bæði með sýningu fjölda tónlistarmynda sem og sérviðburða sem tengjast tónlist í kvikmyndum. Sérstök yfirtaka verður á Loft Hostel í tengslum við það þar sem fram munu koma tónlistarmenn, uppistandarar og fl.
RIFF HEIMA
Gestir njóta myndanna á vönduðu vefsvæði því sama og notað er á fjölda þekktra kvikmyndahátíða m.a. CPH DOX, Midnight Sun í Finnlandi, Galway Film Fleath og Locarno Film Festival í Sviss.
Bransadagar
Í Norræna Húsinu mun fara fram bransadagskrá þar sem m.a. íslenskum kvikmyndagerðarmönnum gefst kostur á að kynna verk í vinnslu fyrir hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi.
Holland í fókus
Holland verður í Fókus og sýnum við glæsilegt úrval glænýrra hollenskra mynda sem vakið hafa athygli á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Sem dæmi má nefna Benedetta eftir Paul Verhoeven sem vakti mikla athygli fyrir grófar senur í Cannes. Einvalalið úr hollenska kvikmyndageiranum mun sækja hátíðina heim og fylgja myndum sínum eftir.
Á hollenskum fókus verður sýndur fjöldi hollenskra stuttmynda m.a í samvinnu við hollensku One Minute samtökin og verða þær sýndar á víð og dreif um borgina undir formerkjum RIFF um alla borg.
Sérviðburðir
Meðal sérviðburða má nefna Bílabíó þar sem myndum verður varpað á risa skjá og fólk getur notið í öryggi bíla sinna. Staðsetning og dagskrá verður kynnt síðar. RIFF bíóbíllinn verður á ferð um borgina og jafnvel landið. En dagskrá hans verður tilkynnt þegar nær dregur. Það verður boðið upp á hellabíó rétt fyrir utan bæjarmörkin. Dagskrá hans verður líka tilkynnt þegar nær dregur. Hið sívínsæla sundbíó verður í Sundhöllinni en sá viðburður hefur fengið einstakar viðtökur þau ár sem hann hefur verið í boði.
Nýjasta tækni og kvikmyndir
eða RIFF XR upp á ensku (sem stendur fyrir Extended Reality) er nýr flokkur sem kynntur verður til sögunnar í haust. Þar verður fókusinn á alþjóðleg verðlaunaverk innan sýndarveruleika og tölvuleikja.
Saga Borgarættarinnar
Fyrsta mynd sem tekin var á Íslandi á 100 ára afmæli í á ren hún var útgefin 1921. Gefst gestum RIFF kostur á að sjá þessa sögulegu kvikmyndaperlu í Bíó Paradís sunnudaginn 3. október kl 16, en verður einnig sýnd á sama tíma í Herðubíói á Seyðisfirði og í Hofi á Akureyri. Nýlega er búið að taka upp frumsamda tónlist við verkið og uppfæra gæði myndarinnar
Samstarfsaðilar RIFF 2021
Við gætum aldrei haldið svona stóra hátíð án hjálpar og sérstakir samstarfsaðilar okkar í ár eru:
Subscribe to our newsletter and we will let you know when this year's tickets and festival passes will go on sale.
Any questions? Please contact us at riff@riff.is.