Margar myndir koma til Íslands beint frá stóru hátíðunum sem farið hafa fram í sumar eins og Cannes sem og hausthátíðum eins og Feneyjum og Toronto.
Opnunarmynd RIFF í ár verður “The Worst Person in The World” eftir Joachim Trier sem þykir vera einn af áhugaverðustu leikstjórum samtímans.
Lokamynd RIFF verður Margrete, Queen of The North sem frumsýnd var í Kaupmannahöfn á dögunum í leikstjórn Charlotte Sieling og með Trine Dyrholm í aðalhlutverki. Norrænt samstarfsverkefni, True North er meðframleiðandi og Halldóra Geirharðs og Tinna Hrafns leika í myndinni.
MIÐAR Á EINSTAKA VIÐBURÐI ERU FÁANLEGIR HÉR. PASSAR OG KLIPPIKORT HÉR.
ALMENN MIÐASALA HEFST 20. SEPTEMBER.