FRUMSÝNING KOLAPSE OG GLÆSILEG DAGSKRÁ Í BOÐI Í RIFF-HEIMA!

Við minnum með ánægju á að það er enn þá hægt að sjá myndir frá hátíðinni á Vefnum. Þessa vikuna er t.d verið sýna teiknimyndir bæði í fullri lengd og svo teiknaðar stuttmyndir en þá er aðgangur að sjö styttri myndum í einni sýningu. Þessar myndir eru fáanlegar til Sunnudags og um að gera að nýta sér það ef þú náðir ekki að sjá þær á hátíðinni. Teiknimyndirnar sem eru í boði í fullri lengd eru Archipelago og Cryptozoo en báðar hafa þær verið tilnefndar til fjölda verðlauna á hátíðum um allan heim. Hægt er að horfa á myndirnar hér.

Cryptozoo – Duldýragarðsverðir fanga fágæta goðsagnaveru sem nærist á draumum. Þeir velta fyrir sér hvað sé hið rétta í stöðunni: á að kynna slíka skepnu fyrir umheiminum eða er betra að hún lifi áfram í felum?

Archipelago er sönn teiknimynd um tilbúin eyjaklasa. Um ímyndað pólitískt landsvæði. Um alvöru eða draumaland, eða eitthvað þess á milli.

Frumsýning á Kollapse

Þessa vikuna frumsýnir RIFF einnig myndina Kollapse þar sem hópur listamanna, tónlistarmanna, rithöfunda, kvikmyndagerðamanna, mannréttindarsinna og leiðtoga hvaðan af úr heiminum eiga samtal um framtíð plánetunnar okkar og hvaða áskoranir mannfólkið þarf að takast á við um komandi framtíð. KOLAPSE er kvikmynd sem hvetur okkur til að leiða hugann að ört vaxandi gróðurhúsaáhrifum og samfélagslegum krísum þannig að við finnum þörf til að takast á við vandann.

 

 

Icelandic Panorama

Í næstu viku (Dagana 25. Okt – 30. Okt.) verður hægt að sjá myndir frá Icelandic Panorama. Hægt verður að sjá allt stuttmyndaprógramið og þrjár myndir í fullri lengd sem allar voru frumsýndar á hátíðinni. Þetta ættu að vera góðar fréttir því uppselt var á þessar myndir þegar þær voru sýndar á hátíðinni. Það eru Are You Icelandic, Acting Out og Owls. Njótið vel.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email