Search
Close this search box.

LEITA

Search
Close this search box.

Nýjar myndir beint frá stærstu hausthátíðunum, gaman, drama, hryllingsmyndir og heimildarmyndir um áhugaverð efni

Brot af því besta í alþjóðlegri kvikmyndagerð verður til sýnis á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem sett verður í 17. sinn þann 24. september næstkomandi. Áhersla verður á evrópska kvikmyndagerð í tilefni EFA verðlauna sem afhent verða á Íslandi í desember. Margar myndir koma til Íslands beint frá stóru hausthátíðunum sem fara fram í byrjun september svo sem Feneyjum, Toronto og San Sebastian, því er um Norðurlanda- og Evrópufrumsýningar að ræða.

Dagskráin verður kynnt á komandi dögum en hér eru kynntar til leiks átta myndir sem sýna breiddina í dagskránni; glæpa-og hryllingsmyndir í bland við drama og gaman og heimildarmyndir af bestu gerð. Myndirnar verða sýndar á vefnum riff.is, svo allir landsmenn geta nú notið dagskrár og aðrir sem ekki eiga heimangengt.

Úrval mynda verður jafnframt sýnt í Bíó Paradís og Norræna húsinu í samræmi við gildandi reglur um samkomur. RIFF verður með veglega dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur yfir en mun jafnframt standa fyrir kvikmyndasýningum í október og nóvember. Þær sýningar eru hugsaðar sem brú yfir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna EFA sem til stendur að veita hér á landi í desember.

Myndirnar verða sýndar með Festival Scope og Shift72, sama vefviðmóti og notað er á fjölda þekktra kvikmyndahátíða m.a. CPH PIX, Midnight Sun í Finnlandi, Galway Film Fleath og Locarno Film Festival í Sviss.

Tilhögun sýninga og miðasala á hátíðina verður kynnt þegar nær dregur hátíðinni á heimasíðu RIFF og samfélagsmiðlum.

RIFF nýtur þess heiðurs að vera borgarhátíð og fær því stuðning frá Reykjavíkurborg en jafnframt menningarmálaráðuneyti, Kvikmyndamiðstöð, og MEDIA- Creative EUROPE. Bakhjarlar RIFF eru TVG Zimsen og RÚV.

Fyrstu myndirnar sem við kynnum til leiks eru 200 Metrar/200 Metres í leikstjórn Ameen Nayfeh, Hunskastu út/Get the Hell Out í leikstjórn Wang I-Fan, Síðastu vordagarnir/Last Days of Spring í leikstjórn Isabel Lamberti, Við stjórnvölinn/A L´abordage í leikstjórn Guillaume Brac, Fröken Marx/Miss Marx í leikstjórn Súsönnu Nicchiarelli, André og ólífutréð/André and His Olive Tree í leikstjórn Josiah Ng, Punta Sacra í leikstjórn Francescu Mazzoleni og Aalto í leikstjórn Virpi Suutari.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email