RIFF styrkir STÍGAMÓT – Getur þú lagt lið?

Takk fyrir að taka þátt í RIFF, við hlökkum til að sjá þig í bíó!

En okkur langar líka að biðja þig um smá aðstoð.

RIFF er stoltur styrktaraðili Stígamóta en þar fá brotaþolar kynferðisofbeldis fría ráðgjöf hjá fagaðilum í öruggu umhverfi. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem hafa upplifað kynferðisofbeldi eru stærsti einstaki hópur þeirra sem búa við áfallastreituröskun, jafnframt getur aðstoð reynst lífsnauðsynleg til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins.

Markmið Stígamóta eru að efla og styðja brotaþola kynferðisofbeldis með því að veita tól og bjargráð til að takast á við áföll þannig að fólk upplifi öryggi og lifi ekki eitt með reynsluna. Smelltu hér til að styrkja Stígamót með frjálsu framlagi – margt smátt gerir eitt stórt!

Stöndum saman og styðjum við bakið á brotaþolum kynferðisofbeldis – þau eiga það skilið.

Við tökum einnig á móti styrkjum í gegnum miðasölukerfið okkar sem renna

 

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email