RIFF TILKYNNIR VERÐLAUNAHAFA 2023 OG FAGNAR LOKUM 20. HÁTÍÐARINNAR.

Portúgalska myndin Baan hlýtur Gullna lundann og tvær íslenskar stuttmyndir hlutu verðlaun,Bókaskipti eftir Berg Árnason og Sorgarstig eftir Þorleif Gauk Davíðsson

 

Tilkynnt var um verðlaunahafa RIFF – Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík –  í dag, við athöfn í Háskólabíói kl. 17 í dag 7. október.  Lokamynd hátíðarinnar er Greyin / Poor Things eftir Yorgos Lanthimos sem vann Gulljónið í Feneyjum og var hún sýnd fyrir fullum sal gesta. Hátíðinni lýkur í tuttugusta sinn annað kvöld.

Bókaskipti (Síðsumarnótt í Reykjavík) eftir Berg Árnason og Sorgarstig eftir Þorleif Gauk Davíðsson, Hörð Frey Brynjarsson og Stroud Rohde Pearce og hlutu verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndirnar í ár. 

Gullni lundinn, aðalverðlaun RIFF, féll í skaut  kvikmyndarinnar Baan frá Portúgal eftir Leonor Teles sem var viðstödd athöfnina í dag. Myndin fjallar um sögupersónurnar  L og K. Myndin blandar saman bæði tíma, rúmi og tilfinningum sem hrynja þegar Lissabon blandast saman við Bangkok í sérstakri frásögn. Í flokknum Vitrunum kepptu 8 myndir eftir leikstjóra sem eru að gera sína fyrsta eða aðra mynd. Baan var heimsfrumsýnd í Locarno í sumar. RIFF er önnur hátíðin í heiminum sem sýnir þessa mynd.

Þá fékk myndin Orlando, My Political Biography frá Frakklandi eftir Paul B. Breciado verðlaun í flokknum Önnur framtíð þar sem sýndar eru myndir sem fjalla um aðkallandi málefni líðandi stundar. Myndin Orlando My Politcal Biography var heimsfrumsýnd á Berlinale hátíðinni í vetur og hlaut þar meðal annars Encounters og Teddy verðlaunin.

Verðlaunamyndirnar eru sýndar í Háskólabíói á lokadegi RIFF á morgun, sunnudag:
Baan verður sýnd, kl. 14:45
Orlando, My Political Biography, kl. 17:15

Og bestu stuttmyndirnar verða sýndar kl. 13:15

Metaðsókn hefur verið á RIFF í ár og eru aðstandendur afar þakklátir áhorfendum, kvikmyndagerðarmönnum og samstarfsaðilum fyrir stuðninginn.

Úrslit hátíðarinnar voru eftirfarandi: 

 

Gullna eggið

Dómnefnd:

Svandís Dóra Einarsdóttir

Leikkona.

Nanna Kristín Magnúsdóttir

Leikstjóri, handritshöfundur, leikkona og framleiðandi.

Andrean Sigurgeirsson

Dansari, danshöfundur og leikari.

Sigurvegari Talent Lab smiðjunnar og handhafi Gullna eggsins er: This is Ours by Simon London

Umsögn dómnefndar:

Í byrjun togar sagan okkur inn í veruleika sem virðist mjög fjarlægur okkar eigin. En þegar sögunni vindur fram virðist hún færast nær okkur og nær og á endanum soyr hún fjöldamargra félagslegra spurninga sem við fáumst við í dag. Sagan vekur upp spurningar um uppbyggingu og frjálsan vilja, hegðun mannsins og rökhugsun, samúð og ofbeldi, hlýðnir og uppreisn, þörfina fyrir því að passa inn í samfélagið og sömuleiðis þrána að vilja vera einstakur. 

Myndin var fagmennleg og frábær í alla staði. Það var augljóst að hugsað var um hvert einasta smáatriði og að kvikmyndagerðarmaðurinn hefur þróað með sér einstakan stíl sem var stöðugur í gegnum alla myndina. Leikstjórnin, leikurinn, söguframvindan, kvikmyndatakan og tónlistin var frábær í alla staði og allt kom þetta saman til að mynda sterka heild sem er listaverk sem spyr okkur spurningarinnar: “Hvert er gildi okkar”? 

Við erum spennt að fylgjast með þessum hæfileikaríka kvikmyndagerðarmanni vaxa og sjá hvaða gimsteinar frá honum bíða okkar í framtíðinni. 

Til hamingju með frábært verk.

 

ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR 

Una Lorenzen

Leikstjóri og listamaður, þekkt fyrir stuttmynd sína Chasing Birds.

Jason Gorber

Kvikmyndablaðamaður og gagnrýnandi.

Kristín Ómarsdóttir

Rithöfundur og skáld.

Myndin sem sigrar í flokki alþjóðlegra stuttmynda er: BEEN THERE eftir Corina Schwingruber

Umsögn dómnefndar:

Fyrir grípandi og skemmtileg sýn á það að sjá. Myndir veitir ljúfa en djúpstæða áminningu á það að stundum er best að leggja símann niður og raunverulega sjá heiminn og öll hans undur. Því veitir dómnefnd alþjóðlegra stuttmynda á RIFF 2023 verðlaunin til Corinu Schwingruber Ilić og mynd hennar BEEN THERE.

 

ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR

RÚV og Trickshot verðlauna bestu íslensku stuttmyndina á RIFF 2023. RÚV kaupir stuttmyndina til sýningar og mun Trickshot gefa sigurvegaranum 300.000 kr. gjafabréf.

Marek Hovorka

Stofnandi og stjórnandi Ji.hlava alþjóðlegu heimildarmyndahátíðarinnar.

Tatiana Hallgrímsdóttir

Forstöðumaður menningarmála hjá The Reykjavik Edition.

Búi Dam

Leikstjóri, leikari og tónlistarmaður.

Besta íslenska stuttmyndin: 

Bókaskipti (Síðsumar í Reykjavík) eftir Berg Árnason

Dómnefndarverðlaun

Sorgarstig eftir Þorleif Gauk Davíðsson, Hörð Freyr Brynjarsson, Stroud Rohde Pearce, hlaut sérstök verðlaun dómnefndar.

Sérstök viðurkenning (íslenskar stuttmyndir):

Allt um kring eftir Birna Schram

Náttúrubönd eftir Sven Peetoom, Gríma Irmudóttir, Jonathan Damborg

Umsögn dómnefndar:

Það er verk leikstjórans að búa til rými. Rými þar sem handritshöfundur getur vefað grípandi sögur og leikarar geta andað lífi í persónur. Þar sem kvikmyndatökumaður getur birt einstaka sýn allra og þar sem ljósafólk getur meðhöndal ljós og skugga. Einnig hefur sviðsmyndahönnuður það verkefni að skapa ítarlega heima og þar sem klippari getur mótað frásögnina með takti og nákvæmni. Tónskáldið hefur svo það hlutverk að vefa tónlist við þetta allt saman. 

Þegar leikstjórinn leyfir þessu rými að stækka þá gerir myndin það líka og býður hún á endanum áhorfendum að taka þátt. 

Við sem manneskjur erum aðallega sett saman úr tómu rúmi og því deilir kvikmyndin með okkur. Hún veitir rými fyrir tilfinningar, íhugun og minningar sem ná til áhorfenda. 

Myndirnar sem deila verðlauna sem besta íslenska stuttmynd gera allt þetta. Besta myndin segir lúmska en grípandi sögu um sambönd manna og bóka en hin sem hlýtur sérstök dómnefndarverðlaun lýsir abstrakt ferðalagi þar sem við tjáum langanir í gegnum tónlist. 

Besta íslenska stuttmyndin er því Bókaskipti en dómnefndar verðlaun hlýtur sorgarstig

Besta íslenska nemanda stuttmyndin – sigurvegari:

Make a Wish, Benóný! by Katla Sólnes

 

Verðlaunaflokkur: ÖNNUR FRAMTÍÐ

Dómnefnd:

Alessandro Raja

Dagskrárstjóri Sarajevo kvikmyndahátíðar  og meðstofnandi Festival Scope.

Christian Jeune

Stjórnandi kvikmyndadeildar Cannes kvikmyndahátíðarinnar.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Heimildarmyndagerðarmaður

Verðlaunin hlýtur: Orlando, My Political Biography frá Frakklandi

Umsögn dómnefndar: 

Myndin sem við höfum ákveðið að verðlauna er virkilega skemmtileg þrátt fyrir að hún takist á við erfið viðfangsefni. Myndin brýtur niður múra og er virkilega hugrökk en á sama tíma frumleg í framkvæmd sinni. Myndin er gríðar falleg blanda af skálduðum veruleika og heimildarmynd.

Verðlaunaflokkur: Vitranir – Gullni lundinn

Fabien Lemercier

Blaðamaður Cineuropa.

Susana Santos Rodrigues

Stjórnandi IndieLisboa kvikmyndahátíðarinnar í Portúgal.

Ísold Uggadóttir

Kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur.

Sigurvegari: Baan eftir Leonor Teles frá Portugal

Sérstök viðurkenning: Family Time eftir Tia Kouvo frá Finnlandi

Sérstök viðurkenning – Family time e. Tia Kouvo

Meistaralega gerð fyrsta mynd sem kafar í hjarta finnskrar fjölskyldu sem fagnar jólunum. Mynd sem fetar landamærin sem liggja á milli ofur raunsæis og húmors. Því fer sérstök viðurkenning til Family Time eftir Tia Kouvo

Gullni Lundinn – BAAN e. Leonor Teles

Við vorum heltekin af þessari heillandi fyrstu mynd sem er ástarsaga sem fetar um tíma og rúm og gerist í bæði Lissabon og Bangkok. Myndin blandar nútímalegum feminískum tilvistarspurningum með tímalausum nostalgískri fagurfræði. Það sem einnig gerði gæfumuninn var segulmögnuð frammistaða aðal leikkonunnar og því fara verðlaunin til Baan eftir Leonor Teles.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email