RIFF Upphitun

RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, er handan við hornið og í ár verðum hún haldin í Háskólabíói og af því tilefni langar okkur að bjóða háskólanemum að sameinast á RIFF Upphitun í Stúdentakjallaranum 15. sept nk. kl. 20. Þar munum við frumsýna glæsilega dagskrá RIFF, bjóða upp á stúdentaafslátt á hátíðarpössum. RIFF passinn sem gildir á allar myndir í 11 daga á er á 13.000 krónur. Einstakt verð aðeins þennan eina dag.

Hátíðin hefur spænskan fókus í ár með áherslu á nýju bylgjuna í spænskri kvikmyndagerð og á aukin áhrif kvikmyndagerðar á samfélagsleg málefni, umhverfismál og mannréttindi.

Ebba Sig. er kynnir kvöldsins, DJ heldur uppi stuðinu, og bjór er í boði meðan birgðir endast! Lukkuhjól með glæsilegum vinningum og auðvitað popp með bjórnum til að mynda góða stemningu fyrir kvikmyndaveisluna sem er að hefjast.

Taktu kvöldið frá!

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email