STELPUR FILMA! á Egilstöðum

Nýverið lauk námskeiðinu Stelpur filma! á Egilstöðum. Námskeiðið gekk einstaklega vel og fjöldi áhugaverðra stelpna og kynsegin krakka tók þátt. Á námskeiðinu fengu þátttakendur tækifæri til að rækta innri sköpunargáfu, spegla sig í kvenkyns fyrirmyndum og læra undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð undir tryggri leiðsögn virtustu handritshöfund og kvikmyndagerðakvenna landsins. Megináhersla er lögð á sjálfseflingu, umburðarlyndi og að skapa öruggt rými fyrir þátttakendur þar sem allar skoðanir og hugmyndir eiga rétt á sér.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email