Riff Logo
Riff Dates (from 25-September-2025 to 05 october 2025)
Riff Logo
Riff Dates (from 25-September-2025 to 05 october 2025)
Riff Logo
Riff Logo

ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK

25. september - 5. október 2025

Dagskrá RIFF verður opinberuð í heild sinni þann 18. september. Þú getur fylgst með því hvaða kvikmyndir verða sýndar á samfélagsmiðlum RIFF fram að því. Frá og með 18. september verður hægt að kaupa staka miða á vefsíðunni og í appi RIFF. Hér fyrir neðan getur þú kynnt þér þá passa og klippikort sem eru í boði, ásamt nánari upplýsinga um sýningarstaði. 

Miðasölubásinn í Háskólabíó opnar 22. september. Þar verður hægt að virkja gjafapassa, kaupa staka miða, passa og klippikort og varning.

Stakt miðaverð: 2.190 kr.

BRANSADAGAFAGGILDING

Starfar þú í kvikmyndabransanum og leitar að tækifærum til þess að mynda tengsl? RIFF býður upp á ýmsar bransadagafaggildingar sem gefa þér aðgang að Bransadögum RIFF. 

Vinsamlegast athugið að allar faggildingar eru háðar samþykki, umsókn tryggir ekki passa.

*Sérviðburðir utanskildir

SÝNINGARSTAÐIR

HÁSKÓLABÍÓ

Hagatorgi, 107 Reykjavík

Háskólabíó hefur starfað sem kvikmyndahús allt frá 1961. Húsið hefur lengi vel verið eitt helsta menningarhús Reykjavíkurborgar en það var aðaltónleikahús Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil eða þar til Tónlistarhúsið Harpa var tekið í notkun árið 2011. Það eiga því margir góðar minningar um viðburði í þessu sögufræga húsi. 

Fyrir hátíðina verður húsið skreytt upp á nýtt að innan og allt gert til að gera móttökur sem hlýjastar fyrir gesti RIFF í samræmi við umhverfisvæna stefnu hátíðarinnar.

NORRÆNA HÚSIÐ

Sæmundargata 11, 102 Reykjavík

Norræna húsið í Reykjavík var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipulagt margvíslega menningarviðburði og sýningar.

RIFF hefur haldið sýningar sínar í Norræna húsinu í fjöldamörg ár og heldur því blómlegt samstarf menningarstofnanna áfram. 

Sýningarstaðir RIFF eru í 5 mínútna göngufjarlægð hvor frá öðrum og eru báðir staðsettir á háskólasvæðinu sem er í 15 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Til að komast á staðina er hægt að nota strætó númer 11 og 12 sem stoppar hjá Háskólabíó og 1 og 6 sem stoppar hjá Háskóla Íslands sem er nálægt.

Við mælum einnig með að taka rafhlaupahjól til að komast frá miðbænum að bíóinu.

KORT