
KVIKMYNDAFLOKKAR
ÖNNUR FRAMTÍÐ
Önnur framtíð er vettvangur fyrir kvikmyndir sem ögra samtímanum og ímynda sér betri framtíð. Í þessum flokki koma saman öflugar myndir sem takast á við umhverfis- og mannúðarmál — sögur sem ekki aðeins vekja spurningar heldur ýta okkur í átt að lausnum. Því stundum getur ein kvikmynd breytt sýn áhorfandans og mótað veröld morgundagsins.
VITRANIR
Í Vitrunum stíga á sviðið nýir kvikmyndagerðarmenn með sína fyrstu eða aðra mynd og keppa um æðstu viðurkenningu RIFF – Gullna lundann. Hér fá nýjar og djarfar raddir kvikmyndanna að heyrast; verk sem ögra hefðum, leika sér með formið og vísa veginn að framtíð sögunnar á hvíta tjaldinu. Frá óhefðbundnum frásagnaraðferðum til frumlegra efnistaka — Vitranir er vettvangurinn fyrir nýja og ferska listamenn.
FYRIR OPNU HAFI
Á hverju ári skera örfáar kvikmyndir sig úr á kvikmyndahátíðum heimsins — heillandi, djarfar og ógleymanlegar. Fyrir opnu hafi færir þessi eftirminnilegu verk til gesta RIFF og sýnir úrval bestu kvikmynda liðins árs. Hér mætast þaulreyndir leikstjórar og ferskar nýjar raddir — utan keppnisflokks, en aldrei utan sviðsljóssins.
HEIMILDAMYNDIR
Heimildamyndir eru meira en frásögn — þær fræða, ögra og veita innblástur. Dagskrá heimildamynda hjá RIFF býður upp á ferska sýn og nýjan skilning á heiminum, með kvikmyndum sem kveikja forvitni og hvetja til innihaldsríkra samræðna. Frá óvæntum sjónarhornum til byltingarkenndra uppgötvana. Þetta eru myndir sem skilja eftir djúp spor, bæði hjá áhorfendum og í samfélaginu.
ÍSLAND Í SJÓNARRÖND
RIFF er vettvangur þar sem íslensk og alþjóðleg kvikmyndalist mætast. Ísland við sjónarrönd sýnir nýjar myndir með sterk tengsl við Ísland og flokkurinn veitir innsýn í einstaka frásagnarlist og skapandi sýn landsins.
MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR
Kvikmyndalistin mótast af frumkvöðlum sem marka skil og endurskilgreina frásagnarformið. Meistarar og heiðursgestir er flokkur sem heiðrar þessa brautryðjendur — listamenn sem hafa skilið eftir sig djúp spor í kvikmyndaheiminum. Hér eru verk þeirra í aðalhlutverki, og fagnar um leið þeirri sköpunargleði og snilld sem heldur áfram að veita innblástur kynslóð eftir kynslóð.
MIÐNÆTURTRYLLAR
Þegar klukkan slær tólf, tekur adrenalínið völdin. Miðnæturtryllar er næturveisla RIFF fyrir unnendur hryllings — þar sem spennan magnast, skuggarnir verða dekkri og óvæntir atburðir leynast handan hvers horns. Frá sálrænum martröðum til trylltra og ógnvekjandi ævintýra — þessar myndir munu halda þér vakandi… og biðjandi um meira!
ALÞJÓÐLEGAR STUTTMYNDIR
Formið er knappt en sjónarhornið takmarkalaust. Þessar alþjóðlegu stuttmyndir sameina djarfa sköpun og fjölbreytt sjónarmið, opna glugga inn í nýjan veruleika og endurskilgreina möguleika kvikmyndalistarinnar.
GULLNA EGGIÐ
Gullna eggið er vettvangur nýrra radda í kvikmyndagerð. Hér eru sýndar myndir efnilegra leikstjóra sem taka þátt í RIFF Talent Lab – úrval sem dregur fram ferska sýn, skapandi frásagnir og varpar ljósi á næstu kynslóð kvikmyndagerðarfólks sem er að stíga sín fyrstu spor.
TÓNLISTARMYNDIR
Þar sem tónlist og kvikmyndir mætast. Tónlistarmyndir kafa ofan í sögur tónlistarfólks, menningu þeirra og mótandi augnablik. Með heillandi heimildamyndum flytur þessi dagskrárliður áhorfendur um ólík tímabil, hljóma og senur — og fagnar taktinum sem knýr lífið áfram á hvíta tjaldinu.
SÉRVIÐBURÐIR
RIFF er meira en hefðbundin kvikmyndaupplifun. Á hverju ári bjóðum við upp á einstaka og ógleymanlega viðburði sem færa gestum hátíðarinnar upplifun í óvenjulegu umhverfi. Hvort sem það er íshellakvikmyndahús,
sundbíó, hraunhellakvikmyndasýningar eða kvikmyndir paraðar við matargerð — þá gera þessir sérviðburðir hverja hátíð ógleymanlega og einstaka.
MÍNÚTUMYNDIR
Alþjóðlegur vettvangur fyrir sköpun í sinni tærustu mynd. Mínútumyndir sýna einnar mínútu kvikmyndir hvaðanæva að úr heiminum og gefur þannig kröftuga innsýn í samtímann með hreyfimyndum. Ný sería kemur
út á tveggja mánaða fresti og varpar ljósi á fersk þemu og ólík sjónarhorn.
Viltu taka þátt? Sendu inn myndbandið þitt á theoneminutes.org og vertu hluti af samtalinu.