
BRANSADAGAR
30. September — 4. October 2025
BRANSADAGAR
30. September — 4. October 2025
Hlutverk Bransadaga RIFF er að varpa ljósi á það sem vel er gert á kvikmyndalandinu Íslandi, vera vettvangur fyrir gagnlega umræðu um bransamál og vera staður þar sem gott er að hitta fólk og mynda tengsl. Bransadagar fara fram í byrjun október 2025.
Fagaðilar úr kvikmyndaiðnaðnum geta sótt um bransafaggildingu, sem veitir aðgang að öllum bransaviðburðum á hátíðinni.
Til þess að sækja RIFF sem bransaaðili, getur þú annað hvort sótt um BASIC eða FULL bransafaggildingu. FULL bransafaggilding inniheldur einnig aðgang að öllum sýningum RIFF auk viðburðum Bransadaga. Fyrir nemendur í kvikmyndagerð/kvikmyndafræði bjóðum við upp á FULL bransafaggildingu á 20% afslætti.
Ef þú ert með ábendingu eða þarfnast frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið riff@riff.is
DAGSKRÁ
Nánari upplýsingar um dagskrá verða birtar þegar nær dregur, en hægt er að skoða dagskrá fyrri bransadaga hér. Einnig er hægt að nálgast upptökur af viðburðum Bransadaga á Youtube síðu RIFF og hér að neðan.
Fjöldi virtra gesta hefur sótt Bransadaga RIFF undanfarin ár, þar á meðal Miloš Forman, Jim Jarmusch og Mads Mikkelsen. Þessir heiðursgestir hafa lagt sitt af mörkum til að byggja upp orðspor hátíðarinnar sem lykilhátíð fyrir frumlegar og framsæknar kvikmyndir.
Við hlökkum til að sjá ykkur á Bransadögum RIFF 2025!
BRANSAFAGGILDING
BASIC
Innifalið í BASIC Bransadagapassa eru:
- Pallborðsumræður
- Meistaraspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar
- Impact pallborð, ítarlegar pallborðsumræður sem haldnar eru eftir allar sýningar á myndum í flokknum “Önnur framtíð”
- RIFF talks, í anda TED-talks, RIFF talks býður upp á innsýn í starf sérfræðinga í bransanum sem deila ráðum um hvernig hægt sé að hasla sér völl í greininni.
Athugið: Aðgangur að kvikmyndasýningum og sérviðburðum fylgir ekki passanum
FULL
Innifalið í FULL Bransadagapassa eru:
- Hátíðarpassi, aðgangur að öllum almennum sýningum
- Pallborðsumræður
- Meistaranáspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar
- Impact Pallborð, Ítarlegar pallborðsumræður sem haldnar eru eftir allar sýningar á myndum í flokknum „Önnur Framtíð“.
- RIFF talks, í anda TED-talks, RIFF talks býður upp á innsýn í starf sérfræðinga í bransanum sem deila ráðum um hvernig hægt sé að hasla sér völl í greininni.
Athugið: Aðgangur að sérviðburðum er ekki innifalinn í Industry FULL passanum.
FULL FILM STUDENT
Innifalið í FULL FILM STUDENT Bransadagapassa eru:
- Hátíðarpassi: Aðgangur að öllum almennum sýningum
- Pallborðsumræður
- Meistaranáspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar
- Impact Pallborð: Ítarlegar pallborðsumræður sem haldnar eru eftir allar sýningar á myndum í flokknum „Önnur framtíð“.
- RIFF talks: í anda TED-talks, RIFF talks býður upp á innsýn í starf sérfræðinga í bransanum sem deila ráðum um hvernig hægt sé að hasla sér völl í greininni.
Athugið: Aðgangur að sérviðburðum er ekki innifalinn í Industry FULL FILM STUDENT passanum.
Blaðamannafaggilding
Innifalið í PRESS Bransadagapassa eru:
- Hátíðarpassi: Aðgangur að öllum almennum sýningum
- Pallborðsumræður
- Meistaranáspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar
- Impact Pallborð: Ítarlegar pallborðsumræður sem haldnar eru eftir allar sýningar á myndum í flokknum „Önnur framtíð“.
- RIFF talks: í anda TED-talks, RIFF talks býður upp á innsýn í starf sérfræðinga í bransanum sem deila ráðum um hvernig hægt sé að hasla sér völl í greininni.
Athugið: Þessi passi er einungis ætlaður fjölmiðlafólki sem hyggst fjalla um hátíðina. Vinsamlegast athugið að umsókn tryggir ekki passa.