BRANSADAGAR
29. September — 3. October 2026
BRANSADAGAR
29. September — 3. October 2026
Bransadagar RIFF tengja saman kvikmyndagerðarfólk, framleiðendur, dagskrárstjóra, gagnrýnendur og aðra sérfræðinga frá öllum kimum kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Dagskráin fer fram dagana 29. september til 3. október 2026 og býður upp á fjölbreytta blöndu af pallborðs- og hringborðsumræðum, fyrirlestrum, sýningum, meistaranámskeiðum og tengslamyndunarviðburðum.
Markmiðið er einfalt: að skapa raunveruleg tækifæri til tenginga milli skapandi greina á Íslandi og alþjóðasamfélagsins. Hvort sem þú ert að þróa verkefni, leita að samstarfsaðilum eða vilt fræðast um nýjustu strauma og stefnur, þá bjóða bransadagar upp á vettvang til að hittast, hugleiða og skiptast á hugmyndum.
Fjöldi virtra gesta hefur sótt Bransadaga RIFF undanfarin ár, þar á meðal Miloš Forman, Jim Jarmusch og Mads Mikkelsen. Þessir heiðursgestir hafa lagt sitt af mörkum til að byggja upp orðspor hátíðarinnar sem lykilhátíð fyrir frumlegar og framsæknar kvikmyndir.
BRANSAFAGGILDING
BASIC
Innifalið í BASIC Bransadagapassa eru:
- Pallborðsumræður
- Meistaraspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar
- Impact pallborð: Ítarlegar pallborðsumræður sem haldnar eru eftir allar sýningar á myndum í flokknum “Önnur framtíð”
- RIFF talks: Í anda TED-talks, RIFF talks býður upp á innsýn í starf sérfræðinga í bransanum sem deila ráðum um hvernig hægt sé að hasla sér völl í greininni.
Athugið: Aðgangur að kvikmyndasýningum (fyrir utan Impact palborðssýningar) og sérviðburðum fylgir ekki passanum
FULL
Innifalið í FULL Bransadagapassa eru:
- Hátíðarpassi: Aðgangur að öllum almennum sýningum
- Pallborðsumræður
- Meistaraspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar
- Impact Pallborð: Ítarlegar pallborðsumræður sem haldnar eru eftir allar sýningar á myndum í flokknum „Önnur Framtíð“.
- RIFF talks: Í anda TED-talks, RIFF talks býður upp á innsýn í starf sérfræðinga í bransanum sem deila ráðum um hvernig hægt sé að hasla sér völl í greininni.
Athugið: Aðgangur að sérviðburðum fylgir ekki með Industry FULL passanum.
FULL FILM STUDENT
Innifalið í FULL FILM STUDENT Bransadagapassa eru:
- Hátíðarpassi: Aðgangur að öllum almennum sýningum
- Pallborðsumræður
- Meistaranáspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar
- Impact Pallborð: Ítarlegar pallborðsumræður sem haldnar eru eftir allar sýningar á myndum í flokknum „Önnur framtíð“.
- RIFF talks: Í anda TED-talks, RIFF talks býður upp á innsýn í starf sérfræðinga í bransanum sem deila ráðum um hvernig hægt sé að hasla sér völl í greininni.
Athugið: Aðgangur að sérviðburðum fylgir ekki með Industry FULL FILM STUDENT passanum.
Blaðamannafaggilding
Innifalið í PRESS Bransadagapassa eru:
- Hátíðarpassi: Aðgangur að öllum almennum sýningum
- Pallborðsumræður
- Meistaranáspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar
- Impact Pallborð: Ítarlegar pallborðsumræður sem haldnar eru eftir allar sýningar á myndum í flokknum „Önnur framtíð“.
- RIFF talks: Í anda TED-talks, RIFF talks býður upp á innsýn í starf sérfræðinga í bransanum sem deila ráðum um hvernig hægt sé að hasla sér völl í greininni.
Athugið: Þessi passi er einungis ætlaður fjölmiðlafólki sem hyggst fjalla um hátíðina. Vinsamlegast athugið að umsókn tryggir ekki passa.
VERK-Í-VINNSLU
Eftirtektarverð kvikmynda- og sjónvarpsverkefni frá Íslandi og Norðurlöndunum verða kynnt í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kvikmyndagerðarfólk kynnir verk sín fyrir hópi framleiðenda, hátíðarstjóra, söluaðila og lykilfólks úr bransanum. Í kjölfar kynninga fara fram einkafundir þar sem rými gefst fyrir dýpri samtöl og ný samstörf.
PALLBORÐS- OG HRINGBORÐSUMRÆÐUR
Dagskrá þessa árs inniheldur opnar umræður um samtímaleg málefni og hagnýtar áskoranir. Staðfestar umræður fela meðal annars í sér:
Samframleiðsla með Norðurlöndunum — Framleiðendur deila aðferðum sínum við fjármögnun og þverþjóðlegt samstarf.
Rammað sjónarhorn: Hvernig gagnrýnendur og dagskrárstjórar móta kvikmyndamenningu — Umræða um áhrif vals, túlkunar og miðlunar.
Konur í kvikmyndum: Að rjúfa hindranir og endurskrifa narratív — Í tilefni af 50 ára afmæli Kvennaverkfallsins á Íslandi, er þessi pallborðsumræða tileinkuð breytingum, mótstöðu og sýnileika í bransanum.
SAMRÆÐUR TIL ÁHRIFA
Í kjölfar valinna sýninga úr dagskrárliðnum Önnur framtíð fara fram óformleg samtöl þar sem kvikmyndagerðarfólk, sérfræðingar og áhorfendur ræða þau umhverfis- og samfélagsmál sem kvikmyndirnar varpa ljósi á.
RIFF SPJALLIÐ (RIFF TALKS)
Þessi fyrirlestraröð er innblásin af sniði TED Talks en þar verður boðið upp á stuttar kynningar frá upprennandi kvikmyndagerðarfólki og skapandi fagfólki. Hver fyrirlestur er persónuleg sýn á kvikmyndagerð samtímans og framtíðarinnar. RIFF SPJALLIÐ veitir innsýn og innblástur fyrir nemendur, upprennandi listafólk og þá sem búa að mikilli reynslu í bransanum.
MEISTARANÁMSKEIÐ
Meistaranámskeiðin eru sérstakir viðburðir sem leiddir eru af nokkrum gestum hátíðarinnar. Staðfestir árið 2025 eru þeir Anton Corbijn, einn áhrifamesti ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður síðustu áratuga, og kvikmyndagerðarmaðurinn Mohsen Makhmalbaf sem sett hefur einstakan svip sinn á kvikmyndagerð í Íran og víðar – og fleiri nöfn verða kynnt síðar. Námskeiðin bjóða upp á einstakt tækifæri til að hlýða á áhrifamiklar raddir heimskvikmyndanna í rými sem býður upp á náið samtal.
FÉLAGSLEG DAGSKRÁ
Félagsleg dagskrá RIFF samanstendur meðal annars af tengslamótum og móttökum en þar gefst gestum tækifæri til að halda samtölunum áfram utan umræðufundanna. Þessir viðburðir skapa afslappað umhverfi til að kynnast, skiptast á hugmyndum og mynda ný sambönd. Við viljum að öllum gestum finnist að þeir hafi kynnst rétta fólkinu og við hjálpum fúslega til við að tengja saman. Upplýsingar um félagslega dagskrá verða birtar þegar nær dregur hátíðinni.
BRANSAFERÐIN
Bransaferðin er fastur liður hjá RIFF en þar er boðið upp á heilsdagsferð um nokkur af kvikmyndalegustu landsvæðum Íslands. Ferðin er aðallega ætluð boðsgestum en takmarkaður fjöldi aukasæta er í boði gegn þátttökugjaldi. Ferðin snýst ekki aðeins um skoðunarferðir heldur býður hún upp á tækifæri til að deila sögum, upplifunum og verða vitni að þeim möguleikum sem kvikmyndagerð á Íslandi hefur upp á að bjóða milliliðalaust. Dagskráin er breytileg milli ára en felur þó alltaf í sér úrval einstakra staðsetninga, menningarlegt samhengi og stundir fyrir óformlegri samtöl og tengingar. Hvort sem þú ert að ganga um hraunbreiður eða hlusta á þjóðsögur í sjávarþorpi, þá verða samtöl hér að samstarfi. Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á production@riff.is.
UNG-NORRÆNA HUGVEITAN
Þetta framtak RIFF leiðir saman 12–15 skapandi einstaklinga með búsetu á Íslandi, á aldrinum 18–30 ára, í eins dags vinnustofu þar sem fram fara jafningjaleiddar og hreinskiptnar umræður. Þema ársins 2025 er: „Ósýnilega millistigið: Ekki lengur nemi, ekki enn fagmanneskja – hvað nú?“, þar sem rætt er hvernig það er að starfa í kvikmyndum án tryggra fjármála og skýrra leiða. Fyrri hluta dagsins fer fram lokuð samvinna. Síðar slást boðsgestir í hópinn – framleiðendur, leikstjórar, söluaðilar og dagskrárstjórar – og við tekur sameiginleg umræða. Þetta er ekki hefðbundin pallborðsumræða, heldur tækifæri til að spyrja spurninga, skiptast á innsýn og ræða málin þvert á kynslóðir. RIFF er staðráðið í að veita vettvang og hljómgrunn fyrir nýjar raddir. Við trúum því að sýnileiki og þátttaka séu lykilatriði í framtíð kvikmyndagerðar – og að ungar raddir eigi skilið að heyrast.
LAND Í FÓKUS
Á hverju ári býður RIFF einu landi að vera í sviðsljósinu með sérstakri dagskrá. Þá fara fram sérstakar sýningar, pallborð og faglegir tengslamyndunarviðburðir. Hér er á ferð tækifæri fyrir íslenska og norræna gesti til að kynnast nýjum samstarfsaðilum, möguleikum og sjónarhornum. Landið sem verður í fókus þetta árið verður tilkynnt fljótlega.
RIFF SEM NORRÆN MIÐSTÖÐ
Reykjavík er að verða að lykilmiðstöð kvikmyndagerðarfólks á norðurslóðum. Á hverju ári kemur RIFF saman skapandi fólki frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum, sem og gestum annars staðar frá. Hátíðin fagnar staðbundnum frásögnum og eflir þau faglegu tengsl sem styðja við þær með markvissri dagskrá, sameiginlegri reynslu og skuldbindingu til langtímasamstarfs. Sem meðlimur hins sístækkandi bandalags kvikmyndahátíða á norðurslóðum (e. Arctic Film Festival Alliance), sem samanstendur af kvikmyndahátíðum á Norðurlöndunum, Kanada og Alaska, heldur RIFF áfram að efla raddir norðursins og tengja þær við alþjóðavettvang.
Okkar markmið er að skapa raunveruleg tengsl. Vertu með á bransadögum RIFF í haust!
