Á áttunda tug kvikmynda eru þegar staðfestar á RIFF 2024 og sífellt fleiri bætast í hópinn. Þar á meðal eru kvikmyndir sem hlotið hafa virt verðlaun á kvikmyndahátíðum erlendis, svo sem:
“Pepe” eftir Nelson Carlos De Los Santos Arias, sem var sýnd í keppnisflokki á Berlinale, hlaut þar sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Myndin fjallar um Pepe „fyrsta og síðasta flóðhestinn sem drepinn var í Ameríku,” sem birtist sem draugur og segir sögu sína.
Stikla
“78 Days” eftir Emilija Gašić, sem var sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam (IFFR) þar sem hún hlaut Tiger Award fyrir bestu nýju kvikmyndina. Myndin er ljúfsár þroskasaga fólks í stríðshrjáðu landi.
Stikla
“Crossing” eftir Levan Akin, sem sýnd var á Berlinale og hlaut þar Teddy Award fyrir framúrskarandi framlag til LGBTQ+ kvikmynda. Meginstef myndarinnar fjalla um tilveru hinsegin fólks í Tyrklandi.
Stikla
“Grand Tour” eftir Miguel Gomes, sem var sýnd á Cannes og hlaut þar FIPRESCI verðlaunin. Myndin er örlaga- og ástarsaga og sögusviðið er fyrri heimsstyrjöld.
Stikla
Meðal annarra kvikmynda sem vakið hafa mikla athygli á stórhátíðum erlendis má nefna:
“No Other Land”, átakasaga sem fjallar um stríðið í Palestínu og var sýnd á Berlinale.
Stikla
“Samia”, segir frá sómalskri hlaupakonu sem stefnir á Ólympíuleikana, og var sýnd á Tribeca.
Stikla
“Rising Up at Night”, áhrifamikil kongósk kvikmynd eftir Nelson Makengo, sem fjallar um orkukreppuna í Afríku, var sýnd á Berlinale og Hot Docs.
Stikla
“A New Kind of Wilderness”, margverðlaunuð norsk kvikmynd eftir Silje Evensmo Jacobsen, sem fjallar um fjölskyldu sem býr í óbyggðum en verður fyrir áfalli og þarf að snúa aftur í tæknivætt samfélag. Myndin sló í gegn m.a. á Sundance kvikmyndahátíðinni.
Stikla