Takk kærlega fyrir allar innsendingar til RIFF 2025. Nú hefur formlega verið lokað fyrir innsendingar.
Við erum afar þakklát fyrir hið fjölbreytta úrval kvikmynda sem barst sem spannar allt frá djörfum frumraunum til fullmótaðra verka, í bland við áleitar heimildamyndir, persónulegar stuttmyndir og allt þar á milli.
Dagskrárteymið okkar tekur nú við keflinu og fer yfir allar innsendingar. Þau sem eiga myndir sem verða valdar til þátttöku verða látin vita á næstu vikum og dagskrá RIFF 2025 verður kynnt í heild innan skamms.
RIFF 2025 fer fram í Reykjavík dagana 25. september – 5. október og við hlökkum til að taka á móti kvikmyndagerðarfólki og áhorfendum víðsvegar að úr heiminum.
Fylgist með – og ykkur kvikmyndagerðarfólkinu þökkum við innilega við fyrir að deila sýn ykkar með okkur.
