Verðlaun RIFF 2025!
Spænska myndin Kynlegt fljót (Estrany Riu á katalónsku, Strange River á ensku), hreppti Gullna lundann á verðlaunahátíð Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar 2025, á meðan danska myndin Smákarl gegn Pútín (Mr Nobody Against Putin) hlaut verðlaunin sem besta mynd í flokknum Önnur framtíð. Kanadíska stuttmyndin Fadeaway eftir Brendan Prost hreppti Gullna eggið, sem er keppnisflokkur með stuttmyndum eftir efnilegt kvikmyndagerðarfólk sem tekur þátt í RIFF Talent Lab. Þá var Memory Traces eftir Grímu Irmudóttur valin besta íslenska stuttmyndin. Besta alþjóðlega stuttmyndin var valin Náman (The Mine / L‘Mina) eftir Randa Maroufi. Myndin Hinsta kveðja frá Gaza (Put Your Soul on Your Hand and Walk) eftir Sepideh Farsi hlaut svo verðlaun dómnefndar unga fólksins.
GULLNA EGGIÐ / THE GOLDEN EGG
Dómnefnd: Rúnar Guðbrandsson, Gunnar Björn Guðmundsson & Ólöf Birna Torfadóttir
Sérstök viðurkenning:
‘7-10’ eftir Ana Pio
Umsögn dómnefndar:
Dómnefndin vill veita stuttmyndinni 7–10 sérstaka viðurkenningu, þar sem keppnin milli myndanna var afar jöfn. 7–10 er frumleg, djörf og sjónrænt áhrifamikil, vel unnin og fagmannleg í hvívetna.
Gullna eggið:
‘Fadeaway’ eftir Brendan Prost
Umsögn dómnefndar:
Dómnefndin er sammála um að stuttmyndin Fadeaway hljóti Gullna eggið. Þetta er vönduð og áhrifamikil mynd um mann á erfiðum krossgötum. Kvikmyndagerðin er fagmannleg og stíllinn einkennist af öryggi og leikni. Leikurinn er afar sterkur og sannfærandi. Fadeaway er vönduð í alla staði og fangar á áhrifaríkan og sársaukafullan hátt sálarástand og tilfinningar aðalpersónunnar.
ÍSLENSKU STUTTMYNDAVERÐLAUNIN
Dómnefnd: Francisco Dias, Lisa Hoen & Hjördís Jóhannsdóttir
Besta íslenska nemamyndin:
The Art of Giving leikstýrð af Karin Rós Wiium
Umsögn dómnefndar:
Dómnefndin í ár hreifst mjög af metnaði og gæðum stuttmyndanna sem nemendur lögðu fram. Framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar lofar góðu og spennandi tímar eru framundan .
Vinningsmyndin bar af því hún er meitluð að kjarnanum með nákvæmri leikstjórn. Viðkvæmt viðfangsefni er dregið fram á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Með því að afhjúpa sárin sem ganga frá móður til dóttur verður myndin að andspyrnuverki sem stuðlar að því að rjúfa vítahring ofbeldis. Þótt sögunni sé haldið þéttri og stuttorðri felur hún í sér mörg lög og skilur eftir rými til íhugunar.
Besta íslenska stuttmyndin:
Memory Traces eftir Grímu Irmudóttir
Umsögn dómnefndar:
Dómnefndin kunni afar vel að meta úrval íslenskra stuttmynda í ár, þar sem margar sterkar myndir tóku þátt og hæfir keppendur stigu fram.
Í vinningsmyndinni metum við einkum tengslin milli landslagsins og persónanna og hvernig náttúran færir fjölskylduna nær saman í sorginni.
Með kröftugu myndmáli sem og hljóðheimi býður myndin okkur að upplifa missinn ásamt móður og dætrum hennar.
Við sjáum greinilega nýja og sérstæða rödd vera að mótast – með sterka sjálfsmynd, löngun til að leika sér með form og áferð og hugrekki til að taka áhættu í frásagnaraðferð varðar.
Verðlaunin fyrir bestu íslensku stuttmyndina hljóta MINNINGASPOR eftir Grímu Irmudóttur.
Ef þú misstir af þeim fyrr á hátíðinni — eða vilt upplifa þær á ný — þá er þetta tækifærið. Komdu og fagnaðu sigurvegurunum með okkur og taktu þátt í síðustu sýningunum á RIFF 2025.
ALÞJÓÐLEGU STUTTMYNDAVERÐLAUNIN
Dómnefnd: Daniel Hadenius-Ebner, Erlendur Sveinsson & Kahina Asnoun
Besta alþjóðlega stuttmyndin:
The Mine (L’Mina) eftir Randa Maroufi
Umsögn dómnefndar:
Dómnefndin kýs heiðra kvikmynd sem heillaði okkur með snilldarlegu jafnvægi forms og merkingar, unnið af leikstjóra sem býr yfir sjaldséðri festu og framtíðarsýn.
Með myndmáli sem í senn felur í sér hlutlausa skrásetningu og áþreifanlega nálgun, leiðir fljótandi hreyfing myndavélarinnar okkur inn í rými þar sem tíminn stöðvast, og ein löng samfelld sena verður yfirþyrmandi kjörnun kvikmyndarinnar — þar sem sýnt er hvernig mótspyrna kviknar þar sem tilveran fjarar út.
Af þessum ástæðum veitir dómnefndin aðalverðlaunin kvikmyndinni The Mine (L’Mina) eftir Randa Maroufi.
Sérstök viðurkenning:
Ramallah, Palestine, December 2018 eftir Juliette Le Monnyer
Umsögn dómnefndar:
Stundum liggur mesti styrkurinn í einfaldleikanum. Myndavélin fangar átök sem afhjúpa í senn brothættu og seiglu þeirra sem standa þeim andspænis, og umbreytir einni óklipptri, langri töku í átakanlega sjónrænan vitnisburð um líf undir hernámi.
Fyrir hugrekki og skýrleika hlýtur kvikmyndin Ramallah, Palestine, December 2018 eftir Juliette Le Monnyer sérstaka viðurkenningu dómnefndar.
Ef þú misstir af þeim fyrr á hátíðinni — eða vilt upplifa þær á ný — þá er þetta tækifærið. Komdu og fagnaðu sigurvegurunum með okkur og taktu þátt í síðustu sýningunum á RIFF 2025.
VERÐLAUN DÓMNEFNDAR UNGA FÓLKSINS
Dómnefnd: Elín C.H. Ramette, Brynjar Daðason & ísak Hinriksson
Hinsta kveðja frá Gaza (Put Your Soul on Your Hand and Walk) eftir Sepideh Farsi
Umsögn dómnefndar:
Við heiðrum Put Your Soul on Your Hand and Walk fyrir að umbreyta erfiðleikum til l eðlilegra samskipta í bjart andspyrnuverk fyrir palestínsku þjóðina. Þar sem skjálfandi myndsímtöl, náin samtöl, ljósmyndir og hljóðupptökur verða að vitnisburði um líf undir hernámi. Frumleiki og andstæður þessarar mikilvægu heimildarmyndar eru studd enn frekar af hljóðheimi sem dýpkar bæði berskjöldun og seiglu. Þetta er menningarlega bráðnauðsynleg mynd sem minnir okkur á að réttlæti snýst ekki aðeins um lög og réttindi, heldur einnig um réttinn til að fá að lifa.
ÖNNUR FRAMTÍÐ – BESTA MYND
Dómnefnd: Fiorella Moretti, Pipaluk K. Jørgensen & Jónas Margeir Ingólfsson
Smákarl gegn Pútín (Mr. Nobody Against Putin) eftir David Borenstein, Pavel Talankin
Umsögn dómnefndar:
Dómnefndinni reyndist afar erfitt að velja þá kvikmynd sem skyldi hljóta verðlaunin í flokknum „Önnur framtíð“.
Raddir allra myndanna skipta gífurlegu máli í þeim heimi sem við lifum í dag. Því viljum við þakka öllum kvikmyndagerðarfólkinu fyrir hugrekkið sem það sýndi með því að gera þessar myndir. Þakka ykkur fyrir.
Dómnefndin hefur ákveðið að verðlauna kvikmynd sem veitir sjaldgæfa og áreiðanlega innsýn í gríðarlega áróðursvél sem stendur á bak við heilt stríð og þær aðferðir sem yfirvöld beita til að blekkja heila þjóð. Sagan er sögð í gegnum sjónarhorn kennara sem skrásetur nemendur sína á meðan stjórnvöld vinna að því að brengla skilning þeirra á heiminum. Með því er dregin fram stærri mynd af fjöldainnrætingu gegnum agnarlítinn skóla í afskekktu þorpi.
Dómnefndin er því ánægð að veita verðlaunin í flokknum „Önnur framtíð“ á RIFF kvikmyndinni Smákarl gegn Pútín eða Mr. Nobody Against Putin.
Ef þú misstir af þeim fyrr á hátíðinni — eða vilt upplifa þær á ný — þá er þetta tækifærið. Komdu og fagnaðu sigurvegurunum með okkur og taktu þátt í síðustu sýningunum á RIFF 2025.
VITRANIR – BESTA MYND
Dómnefnd: Mohsen Makhmalbāf, Gionna Nazzaro & Saga Garðsdóttír
Sérstök viðurkenning:
SOLOMAMMA eftir Janicke Askevold
Umsögn dómnefndar:
Sérstök viðurkenning dómnefndar í keppnisflokki RIFF, Vitranir, veitist kvikmyndinni SOLOMAMMA í leikstjórn Janicke Askevold, fyrir einstaka frammistöðu leikkonunnar Lisu Loven Kongsli.
Í túlkun sinni á konu sem tekst á við þá flóknu ákvörðun að ganga inn í hlutverk einstæðrar móður skapar leikkonan marglaga persónu sem snertir á kómíkinni án þess að gera lítið úr kvíða aðalpersónunnar, en varpar jafnframt miskunnarlausu ljósi á hennar persónulegu erfiðleika.
Lisa Loven Kongsli tekst með snilld að skapa flókna og áþreifanlega mannlega persónu sem áhorfendur eiga í gagnrýnu samtali við — ekki til að öðlast samþykki þeirra, heldur til að vekja með þeim mannúð.
Gullni lundinn:
STRANGE RIVER eftir Jaume Claret Muxart
Umsögn dómnefndar:
Dómnefndin hefur ákveðið einróma— eftir umræðu þar sem formlegir bæði og ljóðrænir þættir myndarinnar voru vandlega metnir — að veita verðlaun keppnisflokksins VITRANIR frumraun hins efnilega katalónska leikstjóra Jaume Claret Muxart.
Þroskasaga myndarinnar — sem birtast í aðdráttarafli gegnum nýjar tilfinningar , en jafnframt sem vígsluferð meðfram töfrandi fljóti — gerir leikstjóranum kleift að opinbera bráðþroska og fullburða hæfileika sína sem aldrei tapa sér í stílbrögðum eða formlegheitum.
Uppgötvun löngunar — sem opinberun nýrrar tilveru og tilfinninga — gerir leikstjóranum kleift að semja flókna sinfóníu ósagðra en djúpt skynjaðra orða, fyrirboðar heims sem enn bíður þess að verða uppgötvaður.
Af þessum ástæðum heiðrar dómnefndin með hlýju og djúpri hrifningu hæfileika Jaume Claret Muxart og hina djúpu, róttæku og byltingarkenndu fegurð kvikmyndarinnar Strange River.
Ef þú misstir af þeim fyrr á hátíðinni — eða vilt upplifa þær á ný — þá er þetta tækifærið. Komdu og fagnaðu sigurvegurunum með okkur og taktu þátt í síðustu sýningunum á RIFF 2025.
