Kolapse
RIFF er meðal þeirra sem taka þátt í Kolapse, rafrænum vettvangi sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðarástand í loftslags- og samfélagsmálum. Listamenn úr ólíkum greinum, aðgerðasinnar og leiðtogar munu sameina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í umræðum um framtíð Jarðar og þær áskoranir sem næstu áratugir munu hafa í för með sér.